Sextíu heimilislausir bíða úrræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 12:30 Efnt hefur verið til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira