Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Eiður Þór Árnason skrifar 2. september 2019 23:45 Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, og Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóri Energi Norge, deila ekki sömu afstöðu til ákvörðunar Alþingis. Alþingi samþykkti í dag innleiðingu þriðja orkupakkans eftir langa umræðu, með 46 atkvæðum gegn 13. Þriðji orkupakkinn hefur verið mikið hitamál bæði hér á landi og í Noregi en höfnun Alþingis hefði komið í veg fyrir innleiðingu Norðmanna, þar sem innleiðing pakkans krefst samþykkis allra þriggja EFTA/EES-ríkjanna. Ljóst er að fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið.Norskur orkuiðnaður ánægður með hlutskiptin Fram kom í fréttatilkynningu frá Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóra Energi Norge, samtaka um 280 orkufyrirtækja í Noregi, að hann sé ánægður með ákvörðun Alþingis. Tíu ár séu nú liðin frá því að orkupakkinn hafi verið innleiddur innan Evrópusambandsins sem Kroepelien segir vera of langan tíma fyrir regluverk sem skipti Noreg jafn miklu máli. Það eigi sérstaklega við í ljósi þeirrar miklu orku og auðlinda sem Norðmenn hafi úr að ráða.Sjá einnig: Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sérKjell-Børge Freiberg, olíu- og orkumálaráðherra Noregs hefur einnig lýst því yfir að innleiðing þriðja orkupakkans sé mikilvægur fyrir þátttöku Noregs í orkusamstarfi Norðurlandanna. Slíkt samstarf flækist til muna þegar ólíkur lagarammi gildi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en hin þrjú ríkin eru öll hluti af Evrópusambandinu.Nei til EU vonsvikin með ákvörðun Alþingis Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, sem lögðust gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, segist vera vonsvikin með ákvörðun Íslendinga í samtali sínu við norska miðilinn Nationen. Þar kemur fram að samtökin hafi gert sér vonir um að höfnun Íslendinga myndi koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Kleveland telur þó að það sé enn hægt að koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER og hyggjast samtökin láta reyna á innleiðingu þriðja orkupakkans fyrir dómstólum þar í landi. Því er ljóst að barátta andstæðinga þriðja orkupakkans gegn innleiðingu hans er hvergi nærri lokið, eins og andstæðingar pakkans hér á landi hafa sömuleiðis látið hafa eftir sér. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag innleiðingu þriðja orkupakkans eftir langa umræðu, með 46 atkvæðum gegn 13. Þriðji orkupakkinn hefur verið mikið hitamál bæði hér á landi og í Noregi en höfnun Alþingis hefði komið í veg fyrir innleiðingu Norðmanna, þar sem innleiðing pakkans krefst samþykkis allra þriggja EFTA/EES-ríkjanna. Ljóst er að fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið.Norskur orkuiðnaður ánægður með hlutskiptin Fram kom í fréttatilkynningu frá Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóra Energi Norge, samtaka um 280 orkufyrirtækja í Noregi, að hann sé ánægður með ákvörðun Alþingis. Tíu ár séu nú liðin frá því að orkupakkinn hafi verið innleiddur innan Evrópusambandsins sem Kroepelien segir vera of langan tíma fyrir regluverk sem skipti Noreg jafn miklu máli. Það eigi sérstaklega við í ljósi þeirrar miklu orku og auðlinda sem Norðmenn hafi úr að ráða.Sjá einnig: Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sérKjell-Børge Freiberg, olíu- og orkumálaráðherra Noregs hefur einnig lýst því yfir að innleiðing þriðja orkupakkans sé mikilvægur fyrir þátttöku Noregs í orkusamstarfi Norðurlandanna. Slíkt samstarf flækist til muna þegar ólíkur lagarammi gildi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en hin þrjú ríkin eru öll hluti af Evrópusambandinu.Nei til EU vonsvikin með ákvörðun Alþingis Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, sem lögðust gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, segist vera vonsvikin með ákvörðun Íslendinga í samtali sínu við norska miðilinn Nationen. Þar kemur fram að samtökin hafi gert sér vonir um að höfnun Íslendinga myndi koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Kleveland telur þó að það sé enn hægt að koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER og hyggjast samtökin láta reyna á innleiðingu þriðja orkupakkans fyrir dómstólum þar í landi. Því er ljóst að barátta andstæðinga þriðja orkupakkans gegn innleiðingu hans er hvergi nærri lokið, eins og andstæðingar pakkans hér á landi hafa sömuleiðis látið hafa eftir sér.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14
Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30
Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48