Valli Reynis er ánægður með lagið um Valla Reynis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2019 19:15 Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni. Árborg Tónlist Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni.
Árborg Tónlist Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira