„Ég var eina konan í úrslitunum mínum á ÓL í Ríó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 15:30 McKenna Dahl. Mynd/paralympic.org Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl. Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl.
Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira