Vinina langaði að kýla hana Björk Eiðsdóttir skrifar 19. september 2019 08:15 Ingunn var að vonum himinlifandi þegar henni var boðið hlutverk í Pabbahelgum og segir að þar með hafi draumur ræst. Fréttablaðið/Ernir Ingunn Mía Blöndal er uppalin í Breiðholtinu og segist alltaf hafa verið límd við skjáinn og lærði til dæmis ensku með því að horfa á The Simpsons. „Ég var alltaf gólandi og með útvarpsþætti heima á milli þess sem ég var í tónskólanum að læra á þverflautu.“ Ingunn nefnir sem dæmi um fyrirganginn á sínum yngri árum þegar hún, níu ára gömul, hljóp inn í félagsmiðstöðina í hverfinu: „Þar hoppaði ég upp á borð fyrir framan alla unglingana, dansaði Macarena, söng hástöfum og hljóp aftur út.“ Eins og heyra má stefndi hugurinn fljótt á einhvers konar sviðslistir en frumraun hennar í leiklist var í Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hún lék í fyrsta verkefni vinkonu sinnar Lovísu Láru árið 2012. „Það var svo árið 2015 að mér og manninum mínum var boðið á leiksýningu nemenda á annarri önn í leiklist við skólann. Við sátum límd við sætin og ég sótti um skólavist um leið og ég kom heim!“ Ingunn hóf í framhaldi nám á leiklistarbraut þar sem hún naut meðal annars leiðsagnar Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, leikstjóra og handritshöfundar þáttanna Pabbahelgar. „Námið var krefjandi og það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Ingunn útskrifaðist árið 2017 og var útskriftarverkefnið myndin Fyrirgefðu sem var skrifuð og leikstýrt af fyrrnefndri Lovísu Láru. „Það má í raun segja að ég hafi leitt hana inn í skólann og hún hafi leitt mig út úr honum.“Það eru fávitar alls staðar Fyrirgefðu fjallar um heimilisofbeldi í hinsegin samböndum og hefur myndin verið sýnd á hátíðum í fimm heimsálfum og fengið góð viðbrögð og unnið til verðlauna. „Hinsegin er regnhlífarhugtak yfir fólk sem er ekki gagnkynhneigt. Ég skilgreini mig sem hinsegin, en ég er ekki samkynhneigð,“ útskýrir Ingunn aðspurð. „Við vildum fjalla um þetta efni því að það er algjört tabú. Það talar enginn um heimilisofbeldi í hinsegin samböndum, og ef það er gert er það ávallt léttvægt. Það er eins þegar konur eru gerendur, þá er eins og fólk yppti bara öxlum.“ Ingunn telur aftur á móti að ofbeldi sé jafn algengt í hinsegin samböndum og gagnkynhneigðum. „Það eru fávitar alls staðar en þar sem hinsegin fólk þarf alltaf að sanna sig og vera góð fyrirmynd þá er ekki talað um þetta. Sjálf er ég hinsegin, hef verið þolandi í ofbeldissambandi með karlmanni og lenti í kynferðisofbeldi af hálfu konu þegar ég var átta ára gömul. Ég held að við skrifum og vinnum út frá eigin reynsluheimi og það hefur ýtt undir að sjálf er ég hinsegin. Verkefnið var erfitt, flókið og spennandi en ég var ótrúlega heppin með samstarfsfólk. Við Lovísa höfum verið vinkonur í mörg ár og hún kann alveg á mig, og svo voru allir sem að komu mjög skilningsríkir og þá sérstaklega Hildur sem lék kærustuna mína.“Gifti sig öllum að óvörum Síðasti mánuður ársins 2017 var sannarlega viðburðaríkur í lífi Ingunnar en þá útskrifaðist hún frá Kvikmyndaskólanum, frumsýndi myndina og gifti sig í útskriftarveislunni, öllum að óvörum. „Ég og maðurinn minn, Daníel Þór Þórisson, smöluðum öllum saman og sögðumst vera að halda upp á útskriftina, en vorum í raun búin að slá tveimur partíum í eitt. Í miðri veislunni skruppum við út, hittum athafnastjórann frá Siðmennt, Margréti Gauju Magnúsdóttur, gripum blómin sem voru falin í skottinu og leiddumst inn veislugólfið. Það fyndnasta var að einn gesturinn öskraði upp fyrir sig „Holy shit!“ þegar hann fattaði loksins hvað var í gangi,“ rifjar Ingunn upp hlæjandi.Ekkert þeirra hefur sagst vilja kýla mig áður Eins og fyrr segir hafði Nanna Kristín, leikstjóri og handritshöfundur Pabbahelga, leiðbeint Ingunni í náminu og vissi hvað í henni bjó. Hún bauð henni því að koma í prufu fyrir hlutverk leikskólakennara sem er mikilvægt fyrir söguna þó að ekki sé um burðarhlutverk að ræða. Ingunn hreppti hlutverkið og segir þar með ákveðinn draum hafa ræst. „Þetta var rosalega spennandi verkefni og það var mjög gaman að vinna með Nönnu og öllum á setti. Ég leik leikskólakennara og sá fyrir mér að hún væri að bíða eftir að komast heim úr vinnunni. Nokkrir vina minna sögðust vilja kýla karakterinn minn og tel ég það vera til marks um að túlkunin hafi verið sannfærandi, þar sem ekkert þeirra hefur sagst vilja kýla mig áður,“ segir Ingunn í léttum tón að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Ingunn Mía Blöndal er uppalin í Breiðholtinu og segist alltaf hafa verið límd við skjáinn og lærði til dæmis ensku með því að horfa á The Simpsons. „Ég var alltaf gólandi og með útvarpsþætti heima á milli þess sem ég var í tónskólanum að læra á þverflautu.“ Ingunn nefnir sem dæmi um fyrirganginn á sínum yngri árum þegar hún, níu ára gömul, hljóp inn í félagsmiðstöðina í hverfinu: „Þar hoppaði ég upp á borð fyrir framan alla unglingana, dansaði Macarena, söng hástöfum og hljóp aftur út.“ Eins og heyra má stefndi hugurinn fljótt á einhvers konar sviðslistir en frumraun hennar í leiklist var í Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hún lék í fyrsta verkefni vinkonu sinnar Lovísu Láru árið 2012. „Það var svo árið 2015 að mér og manninum mínum var boðið á leiksýningu nemenda á annarri önn í leiklist við skólann. Við sátum límd við sætin og ég sótti um skólavist um leið og ég kom heim!“ Ingunn hóf í framhaldi nám á leiklistarbraut þar sem hún naut meðal annars leiðsagnar Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, leikstjóra og handritshöfundar þáttanna Pabbahelgar. „Námið var krefjandi og það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Ingunn útskrifaðist árið 2017 og var útskriftarverkefnið myndin Fyrirgefðu sem var skrifuð og leikstýrt af fyrrnefndri Lovísu Láru. „Það má í raun segja að ég hafi leitt hana inn í skólann og hún hafi leitt mig út úr honum.“Það eru fávitar alls staðar Fyrirgefðu fjallar um heimilisofbeldi í hinsegin samböndum og hefur myndin verið sýnd á hátíðum í fimm heimsálfum og fengið góð viðbrögð og unnið til verðlauna. „Hinsegin er regnhlífarhugtak yfir fólk sem er ekki gagnkynhneigt. Ég skilgreini mig sem hinsegin, en ég er ekki samkynhneigð,“ útskýrir Ingunn aðspurð. „Við vildum fjalla um þetta efni því að það er algjört tabú. Það talar enginn um heimilisofbeldi í hinsegin samböndum, og ef það er gert er það ávallt léttvægt. Það er eins þegar konur eru gerendur, þá er eins og fólk yppti bara öxlum.“ Ingunn telur aftur á móti að ofbeldi sé jafn algengt í hinsegin samböndum og gagnkynhneigðum. „Það eru fávitar alls staðar en þar sem hinsegin fólk þarf alltaf að sanna sig og vera góð fyrirmynd þá er ekki talað um þetta. Sjálf er ég hinsegin, hef verið þolandi í ofbeldissambandi með karlmanni og lenti í kynferðisofbeldi af hálfu konu þegar ég var átta ára gömul. Ég held að við skrifum og vinnum út frá eigin reynsluheimi og það hefur ýtt undir að sjálf er ég hinsegin. Verkefnið var erfitt, flókið og spennandi en ég var ótrúlega heppin með samstarfsfólk. Við Lovísa höfum verið vinkonur í mörg ár og hún kann alveg á mig, og svo voru allir sem að komu mjög skilningsríkir og þá sérstaklega Hildur sem lék kærustuna mína.“Gifti sig öllum að óvörum Síðasti mánuður ársins 2017 var sannarlega viðburðaríkur í lífi Ingunnar en þá útskrifaðist hún frá Kvikmyndaskólanum, frumsýndi myndina og gifti sig í útskriftarveislunni, öllum að óvörum. „Ég og maðurinn minn, Daníel Þór Þórisson, smöluðum öllum saman og sögðumst vera að halda upp á útskriftina, en vorum í raun búin að slá tveimur partíum í eitt. Í miðri veislunni skruppum við út, hittum athafnastjórann frá Siðmennt, Margréti Gauju Magnúsdóttur, gripum blómin sem voru falin í skottinu og leiddumst inn veislugólfið. Það fyndnasta var að einn gesturinn öskraði upp fyrir sig „Holy shit!“ þegar hann fattaði loksins hvað var í gangi,“ rifjar Ingunn upp hlæjandi.Ekkert þeirra hefur sagst vilja kýla mig áður Eins og fyrr segir hafði Nanna Kristín, leikstjóri og handritshöfundur Pabbahelga, leiðbeint Ingunni í náminu og vissi hvað í henni bjó. Hún bauð henni því að koma í prufu fyrir hlutverk leikskólakennara sem er mikilvægt fyrir söguna þó að ekki sé um burðarhlutverk að ræða. Ingunn hreppti hlutverkið og segir þar með ákveðinn draum hafa ræst. „Þetta var rosalega spennandi verkefni og það var mjög gaman að vinna með Nönnu og öllum á setti. Ég leik leikskólakennara og sá fyrir mér að hún væri að bíða eftir að komast heim úr vinnunni. Nokkrir vina minna sögðust vilja kýla karakterinn minn og tel ég það vera til marks um að túlkunin hafi verið sannfærandi, þar sem ekkert þeirra hefur sagst vilja kýla mig áður,“ segir Ingunn í léttum tón að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning