Ætla að draga úr notkun sýklalyfja og sterkra verkjalyfja Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2019 21:41 Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum og sterkum verkjalyfjum en Svíar. Stefnt er að því að draga talsvert úr ávísun slíkra lyfja á næstu árum. Farið var yfir ávinning af starfi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í dag sem fagnaði eins árs afmæli. Þróunarmiðstöðinni hefur tekist að draga úr ávísun sýklalyfja um þrjátíu prósent og er stefnt að því að gera slíkt hið sama við sterk verkjalyf. Miðstöðin leiðir þróun allra heilsugæslu á landinu og er ætlað að gera heilsugæsluna að fyrstu viðkomu sjúklinga. Eins árs afmæli miðstöðvarinnar var fagnað í morgun þar sem Emil Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, fór yfir þann ávinning sem hefur náðst á síðastliðnu ári. Meðal annars hefur tekist að draga úr ávísunum breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 20 til 30 prósent. Nota Íslendingar nær tvöfalt meira en Svíar.„Við erum að sjá fram á mikið sýklalyfjaónæmi þar sem bakteríurnar þola þá meðferð sem hefur hingað til dugað gegn þeim. Við höfum gert þetta með því að setja ákveðin markmið, bæði að draga úr almennum sýklalyfjum og sérstaklega að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja,“ segir Emil. Næsta verkefni er að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða um 30 prósent hér á landi. Er meira úthlutað á konur en karla en árið 2018 dró hins vegar úr ávísunum um 13,6 prósent.Íslendingar nota mest af slíkum lyfjum á Norðurlöndum en á meðan dregið hefur úr slíkri notkun í Skandinavíu hefur hún aukist hér. Emil segir margar ástæður geta verið fyrir því hvers vegna svo miklu er ávísað hér á landi. „Ég hugsa að það sé skortur af úrræðum hreinlega. Það er ekki augljóst hvað á að gera þegar fólk er hrjáð af verkjum en notkun ópíóða á eingöngu að vera í skamman tíma, ekki langan tíma.“ Heilbrigðismál Heilsa Lyf Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum og sterkum verkjalyfjum en Svíar. Stefnt er að því að draga talsvert úr ávísun slíkra lyfja á næstu árum. Farið var yfir ávinning af starfi Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í dag sem fagnaði eins árs afmæli. Þróunarmiðstöðinni hefur tekist að draga úr ávísun sýklalyfja um þrjátíu prósent og er stefnt að því að gera slíkt hið sama við sterk verkjalyf. Miðstöðin leiðir þróun allra heilsugæslu á landinu og er ætlað að gera heilsugæsluna að fyrstu viðkomu sjúklinga. Eins árs afmæli miðstöðvarinnar var fagnað í morgun þar sem Emil Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, fór yfir þann ávinning sem hefur náðst á síðastliðnu ári. Meðal annars hefur tekist að draga úr ávísunum breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 20 til 30 prósent. Nota Íslendingar nær tvöfalt meira en Svíar.„Við erum að sjá fram á mikið sýklalyfjaónæmi þar sem bakteríurnar þola þá meðferð sem hefur hingað til dugað gegn þeim. Við höfum gert þetta með því að setja ákveðin markmið, bæði að draga úr almennum sýklalyfjum og sérstaklega að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja,“ segir Emil. Næsta verkefni er að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða um 30 prósent hér á landi. Er meira úthlutað á konur en karla en árið 2018 dró hins vegar úr ávísunum um 13,6 prósent.Íslendingar nota mest af slíkum lyfjum á Norðurlöndum en á meðan dregið hefur úr slíkri notkun í Skandinavíu hefur hún aukist hér. Emil segir margar ástæður geta verið fyrir því hvers vegna svo miklu er ávísað hér á landi. „Ég hugsa að það sé skortur af úrræðum hreinlega. Það er ekki augljóst hvað á að gera þegar fólk er hrjáð af verkjum en notkun ópíóða á eingöngu að vera í skamman tíma, ekki langan tíma.“
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira