„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2019 13:59 Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir. Fréttablaðið/Eyþór Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maður sem greindi frá því að hann hefði sé blæðandi mann koma frá sjoppunni sagðist „hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur nú fyrir ákæru á hendur Árna Gils fyrir tilraun til manndráps öðru sinni. Hann var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir það og fleiri brot árið 2017 en Hæstiréttur sendi manndrápstilraunarmálið aftur heim í hérað vegna annmarka sem hann taldi á meðferð héraðsdóms á því. Árni og maðurinn sem varð fyrir stungusári á höfði gáfu afar ólíka lýsingu á atvikunum í morgun. Þannig hélt Árni því fram að maðurinn hefði veist að sér með hníf við sjoppuna og að hann hafi þurft að verja líf sitt fyrir honum. Meint fórnarlambið sagði Árna aftur á móti hafa fyrst ráðist á sig. Hnífurinn hafi mögulega fallið úr buxnavasa hans þar sem Árni hafi náð honum. Hann hafi síðan fundið fyrir þungu höggi aftan á höfuðið og síðan séð Árna með hnífinn í höndunum. Átökin áttu sér stað þegar Árni kom að sjoppunni til að hitta vinkonu sína sem var þar með meinta fórnarlambi árásarinnar. Árni var þá á bíl konunnar og með hund hennar.Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst í morgun.Vísir/VilhelmSagði slæma hugmynd að taka hnífinn með Framburður vitna sem tengdust málsaðilum var nokkuð á reiki. Karlmaður á miðjum aldri sem var með vinkonu Árna og manninum sem varð fyrir stungusári í íbúð í Jórufelli sagði að maðurinn hafði sjálfur farið með hnífinn út til móts við Árna. Síðar hafi meinta fórnarlambið sagt honum að hann hefði misst hnífinn, Árni náð honum og ráðist á hann. Húsráðandi í íbúðinni, frænka vinkonu Árna, sagðist hafa verið sofandi þegar átökin áttu sér stað. Hún hafi vitað af deilum á milli Árna og frænku hennar. Maðurinn sem hlaut stungusárið hafi farið vinkonu Árna út til að hitta hann. Hann hafi sagst ætla að taka með sér hníf en húsráðandi hafi sagt það slæma hugmynd. Eftir á hafi maðurinn sagt henni að hnífurinn hefði dottið upp úr vasa og Árni hefði slegið hann í höfuðið með honum. Sagðist húsráðandinn ekki muna hvaða sögu frænka sín hefði sagt af átökunum. Tvö vitni, þar á meðal maður sem Árni bar vitni um að hafa lent í átökum skömmu fyrir atvikið við Leifasjoppu, forfölluðust og komu ekki fyrir dóminn í dag.Árni Gils var sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn og er málið nú aftur til meðferðar í héraði.Vísir/VilhelmÍbúar í Breiðholti lýstu upplifun sinni Einnig gáfu skýrslu íbúar í íbúðum í grennd við Leifasjoppu. Ung stúlka í nærliggjandi íbúð sagðist hafa orðið vör við rifrildi við sjoppuna og hún hafi meðal annars tekið stutt myndskeið af því á samfélagsmiðlinum Snapchat. Hún hafi séð mann berja í bíl og rífast við stelpu. Annar maður hafi staðið þar nærri en hann hafi síðan farið að bíl við sjoppuna og beðið um handklæði þar sem hann hefði verið stunginn í höfuðið. Stúlkan bar að Árni hefði sagt hluti á borð við „af hverju ertu með honum? Af hverju kemurðu ekki með mér?“ þegar hann reifst við stelpuna. Áður hafði Árni borið að konan væri æskuvinkona en að þau hefðu á köflum átt í kynferðislegu sambandi. Sagðist stúlkan ekki hafa séð neinn með hníf og ekki orðið vitni að átökum. Þá kom fyrir dóminn maður sem bjó í Jórufelli við sjoppuna og sagðist hafa séð mann hlaupandi fram hjá með tusku um hausinn, greinilega blæðandi. Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, spurði vitnið út í ósamræmi við upphaflegan framburð í málinu. Þá hafi maðurinn borið um að hann hefði séð mann með hníf. Bar vitnið því við að það væri illa haldið af athyglisbresti og myndi því atburðina illa. Líklega hafi hann munað atburðina betur í upphaflegri skýrslu þegar skemmra var frá þeim. Sagðist maðurinn ekki hafa séð neinn annan á staðnum en honum hafi virst fólk vera við sjoppuna. Blæðandi maðurinn hafi horfið fyrir horn og hann hafi ekki séð neitt meira. „Maður er alveg hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu,“ sagði íbúinn. Dómsmál Mál Árna Gils Reykjavík Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maður sem greindi frá því að hann hefði sé blæðandi mann koma frá sjoppunni sagðist „hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur nú fyrir ákæru á hendur Árna Gils fyrir tilraun til manndráps öðru sinni. Hann var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir það og fleiri brot árið 2017 en Hæstiréttur sendi manndrápstilraunarmálið aftur heim í hérað vegna annmarka sem hann taldi á meðferð héraðsdóms á því. Árni og maðurinn sem varð fyrir stungusári á höfði gáfu afar ólíka lýsingu á atvikunum í morgun. Þannig hélt Árni því fram að maðurinn hefði veist að sér með hníf við sjoppuna og að hann hafi þurft að verja líf sitt fyrir honum. Meint fórnarlambið sagði Árna aftur á móti hafa fyrst ráðist á sig. Hnífurinn hafi mögulega fallið úr buxnavasa hans þar sem Árni hafi náð honum. Hann hafi síðan fundið fyrir þungu höggi aftan á höfuðið og síðan séð Árna með hnífinn í höndunum. Átökin áttu sér stað þegar Árni kom að sjoppunni til að hitta vinkonu sína sem var þar með meinta fórnarlambi árásarinnar. Árni var þá á bíl konunnar og með hund hennar.Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst í morgun.Vísir/VilhelmSagði slæma hugmynd að taka hnífinn með Framburður vitna sem tengdust málsaðilum var nokkuð á reiki. Karlmaður á miðjum aldri sem var með vinkonu Árna og manninum sem varð fyrir stungusári í íbúð í Jórufelli sagði að maðurinn hafði sjálfur farið með hnífinn út til móts við Árna. Síðar hafi meinta fórnarlambið sagt honum að hann hefði misst hnífinn, Árni náð honum og ráðist á hann. Húsráðandi í íbúðinni, frænka vinkonu Árna, sagðist hafa verið sofandi þegar átökin áttu sér stað. Hún hafi vitað af deilum á milli Árna og frænku hennar. Maðurinn sem hlaut stungusárið hafi farið vinkonu Árna út til að hitta hann. Hann hafi sagst ætla að taka með sér hníf en húsráðandi hafi sagt það slæma hugmynd. Eftir á hafi maðurinn sagt henni að hnífurinn hefði dottið upp úr vasa og Árni hefði slegið hann í höfuðið með honum. Sagðist húsráðandinn ekki muna hvaða sögu frænka sín hefði sagt af átökunum. Tvö vitni, þar á meðal maður sem Árni bar vitni um að hafa lent í átökum skömmu fyrir atvikið við Leifasjoppu, forfölluðust og komu ekki fyrir dóminn í dag.Árni Gils var sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn og er málið nú aftur til meðferðar í héraði.Vísir/VilhelmÍbúar í Breiðholti lýstu upplifun sinni Einnig gáfu skýrslu íbúar í íbúðum í grennd við Leifasjoppu. Ung stúlka í nærliggjandi íbúð sagðist hafa orðið vör við rifrildi við sjoppuna og hún hafi meðal annars tekið stutt myndskeið af því á samfélagsmiðlinum Snapchat. Hún hafi séð mann berja í bíl og rífast við stelpu. Annar maður hafi staðið þar nærri en hann hafi síðan farið að bíl við sjoppuna og beðið um handklæði þar sem hann hefði verið stunginn í höfuðið. Stúlkan bar að Árni hefði sagt hluti á borð við „af hverju ertu með honum? Af hverju kemurðu ekki með mér?“ þegar hann reifst við stelpuna. Áður hafði Árni borið að konan væri æskuvinkona en að þau hefðu á köflum átt í kynferðislegu sambandi. Sagðist stúlkan ekki hafa séð neinn með hníf og ekki orðið vitni að átökum. Þá kom fyrir dóminn maður sem bjó í Jórufelli við sjoppuna og sagðist hafa séð mann hlaupandi fram hjá með tusku um hausinn, greinilega blæðandi. Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, spurði vitnið út í ósamræmi við upphaflegan framburð í málinu. Þá hafi maðurinn borið um að hann hefði séð mann með hníf. Bar vitnið því við að það væri illa haldið af athyglisbresti og myndi því atburðina illa. Líklega hafi hann munað atburðina betur í upphaflegri skýrslu þegar skemmra var frá þeim. Sagðist maðurinn ekki hafa séð neinn annan á staðnum en honum hafi virst fólk vera við sjoppuna. Blæðandi maðurinn hafi horfið fyrir horn og hann hafi ekki séð neitt meira. „Maður er alveg hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu,“ sagði íbúinn.
Dómsmál Mál Árna Gils Reykjavík Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00