„Panikkaði“ og skoraði sigurkörfu ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 12:30 Dearica Marie Hamby. Getty/Greg Nelson Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira