Los Angeles Sparks tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar með öruggum 92-69 sigri á Seattle Storm í Staples Center í Los Angeles. Nneka Ogwumike var með 17 stig og 6 fráköst í leiknum og var tekin í sjónvarpsviðtal eftir hann.
Þegar hún var í sjónvarpsviðtali út á gólfi eftir leik þá reyndi áhorfandi að ráðast á hana með vopn í hendi. Öryggisverðir voru hins vegar vakandi og tókst að tækla hann áður en hann komst að Nneku.
Scary moment at the end of the Sparks game as a fan ran onto the court towards Chiney & Nneka Ogwumike with something in his hand. #WNBApic.twitter.com/Qvw5c5xIye
— Blake DuDonis (@BlakeDuDonis) September 15, 2019
„Ég veit ekki hver þetta var. Ég held bara að þetta hafi verið of ákafur áhorfandi sem missti stjórn á sér í æsingnum. Við erum með öryggisverði einmitt til að bregðast við svona aðstæðum,“ sagði Nneka Ogwumike eftir leikinn.
Nneka Ogwumike var ekki ein út á gólfi því systir hennar, Chiney Ogwumike, sem spilar líka með Los Angeles Sparks liðinu stóð við hlið hennar.
„Nneka var í viðtali og ég vil alltaf vera með henni því við göngum alltaf saman af velli,“ sagði Chiney Ogwumike sem sjálf var með 6 stig og 4 fráköst í leiknum.
„Svo sá ég hann koma út undan mér og hann stefndi á okkur. Ég stökk fyrir hann því ég veit að hún er mikilvægari en ég fyrir liðið. Við þurfum á henni að halda. Ég held að þessi áhorfandi hafi ætlað að komast að okkur en það er í fínu lagi með okkur,“ sagði Chiney Ogwumike.
Los Angeles Sparks mætir Connecticut Sun í undanúrslitunum en hinum megin mætast Washington Mystics og Las Vegas Aces.
Security tackles fan at WNBA game!
The fan ran on the court and was trying to get to Chiney & Nneka Ogwumike.
@shaerollaepic.twitter.com/w633uPLhqe
— Ballislife.com (@Ballislife) September 15, 2019