Þetta kemur fram í fréttum danska ríkisútvarpsins, DR. Þar segir einnig að þriðji maður sé lítillega særður eftir skotárásina.
Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar nú málið sem uppgjör glæpagengja. Þungvopnað lögreglulið er nú á svæðinu.
Myndir af vettvangi sýna svartan bíl með að minnsta kosti eina brotna rúðu og kúlnaför við á ökumannshlið bílsins.
Málsatvik eru enn nokkuð óljós, samkvæmt frétt DR, en hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Kaupmannahöfn til aðhlynningar.
Vi er netop nu massivt tilstede ifm skyderi på Gildbrovej i Ishøj, hvor flere personer er ramt. Vi har pt ikke info om tilstand. Intet yderligere info lige nu, men vi følger op her på Twitter #politidk
— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) September 15, 2019