Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2019 18:45 Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira