Til reiðu búinn í París og London Björn Teitsson skrifar 14. september 2019 10:00 Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Samgöngur Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun