Unglingar bregðast öðruvísi við missi en fullorðnir gera Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 08:15 Þegar sorg bætist við hormónabreytingar kynþroskaskeiðs getur það lagst þungt á unglinga. Nordicphotos/Getty Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira