Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2019 11:34 Einn sakborninga mætir í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Þeir sem eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot tóku margir hverjir ekki afstöðu til ákærunnar við þingfestingu málsins í morgun vegna þess að rannsókn anga málsins er ekki lokið. Sex eru ákærðir fyrir ræktun kannabis í nágrenni við Hellu en þrír þeirra eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Lögreglan rannsakar meint peningaþvætti í tengslum við þessa fíkniefnaframleiðslu en þeirri rannsókn hefur ekki verið lokið. Því hefur ekki verið gefin út ákæra vegna peningaþvættisins en hefur lögreglan lokið rannsókn á fíkniefnaframleiðslunni og hefur saksóknari ákært í málinu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir skemmstu að rannsókn málsins væri langt komin. Saksóknari upplýsti þó við þingsetningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að rannsókninni á peningaþvættisanga málsins væri hvergi nærri lokið og óvíst hvenær henni verði lokið.Sjá einnig: Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í BorgarfirðiAf þeim sökum neituðu þeir sem ákærðir eru fyrir fíkniefnaframleiðsluna að tjá sig um sakarefnið.Gagnrýndi ákæruvaldið harðlega Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, er ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði ásamt Margeiri Pétri Jóhannsson.Sakborningar í málinu eru sex talsins. Vísir/VilhelmLögmaður Alvars er Stefán Karl Kristjánsson en hann gagnrýndi saksóknara harðlega í héraðsdómi í morgun. Sagði hann ákæruvaldinu hafa legið á við að gefa út ákæru í málinu. Þess vegna hafi málinu verið skipt upp í tvo anga, annars vegar fyrir fíkniefnaframleiðslu og hins vegar fyrir peningaþvætti. Vildi Stefán Karl meina að það hafi verið gert til að halda sakborningum lengur í gæsluvarðhaldi. Benti Stefán Karl á að á þeim fjórtán vikum sem sakborningar hafi verið í gæsluvarðhaldi hafi ekki verið tekið ein skýrsla af þeim vegna peningaþvættismálsins. Saksóknari sagði það vera rétt því málið væri ekki tækt til skýrslutöku því gagnaöflun væri ekki lokið. Einn verjanda þeirra sex sem eru ákærðir í málinu spurði hvort það væri hreinlega ekki þannig að enga slóð um peningaþvætti væri að finna því árvökul lögregla hefði komið í veg fyrir að þess brot næðu fram að ganga?Tóku verjendur margra af þeim ákærðu undir orð Stefáns Karls.Tveir játuðu aðild að kannabisframleiðslu Eins og fyrr segir eru þeir Alvar, Einar og Margeir ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði en þeir eru ákærðir ásamt þremur öðrum fyrir kannabis framleiðslu nærri Hellu. Margeir játaði ásamt öðrum sakborningi að hafa staðið að kannabisframleiðslu nærri Hellu en þó með fyrirvara um endanlega magntölu. Í ákærunni kemur fram að lögreglan hafi lagt hald á 206 kannabisplöntur, 111,50 grömm af kannabisstönglum og 823 grömm af maríjúana. Enginn af sakborningunum könnuðust við þessi 823 grömm af maríjúana og vildu fá nánari útskýringu á því hvaðan þau koma. Lofaði saksóknari að leggja fram skýrslu frá lögreglu um þann fund.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Ákvað dómari málsins að fresta því til 20. september næstkomandi.Skýra þarf peningagjörninga Varðandi rannsóknina á peningaþvættismálinu þá sagði Karl Steinar Valsson í viðtali við RÚV að skýra þyrfti ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað innan þess hóps sem væri ákærður fyrir fíkniefnaframleiðsluna og utan hans einnig. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Þá sagði Karl Steinar að rannsóknin á peningaþvættinu væri langt komin. Grunur léki á að fé hefði verið þvættað í gegnum atvinnurekstur en hann gat ekki tjáð sig frekar um þann hluta rannsóknarinnar. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Þeir sem eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot tóku margir hverjir ekki afstöðu til ákærunnar við þingfestingu málsins í morgun vegna þess að rannsókn anga málsins er ekki lokið. Sex eru ákærðir fyrir ræktun kannabis í nágrenni við Hellu en þrír þeirra eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Lögreglan rannsakar meint peningaþvætti í tengslum við þessa fíkniefnaframleiðslu en þeirri rannsókn hefur ekki verið lokið. Því hefur ekki verið gefin út ákæra vegna peningaþvættisins en hefur lögreglan lokið rannsókn á fíkniefnaframleiðslunni og hefur saksóknari ákært í málinu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir skemmstu að rannsókn málsins væri langt komin. Saksóknari upplýsti þó við þingsetningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að rannsókninni á peningaþvættisanga málsins væri hvergi nærri lokið og óvíst hvenær henni verði lokið.Sjá einnig: Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í BorgarfirðiAf þeim sökum neituðu þeir sem ákærðir eru fyrir fíkniefnaframleiðsluna að tjá sig um sakarefnið.Gagnrýndi ákæruvaldið harðlega Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, er ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði ásamt Margeiri Pétri Jóhannsson.Sakborningar í málinu eru sex talsins. Vísir/VilhelmLögmaður Alvars er Stefán Karl Kristjánsson en hann gagnrýndi saksóknara harðlega í héraðsdómi í morgun. Sagði hann ákæruvaldinu hafa legið á við að gefa út ákæru í málinu. Þess vegna hafi málinu verið skipt upp í tvo anga, annars vegar fyrir fíkniefnaframleiðslu og hins vegar fyrir peningaþvætti. Vildi Stefán Karl meina að það hafi verið gert til að halda sakborningum lengur í gæsluvarðhaldi. Benti Stefán Karl á að á þeim fjórtán vikum sem sakborningar hafi verið í gæsluvarðhaldi hafi ekki verið tekið ein skýrsla af þeim vegna peningaþvættismálsins. Saksóknari sagði það vera rétt því málið væri ekki tækt til skýrslutöku því gagnaöflun væri ekki lokið. Einn verjanda þeirra sex sem eru ákærðir í málinu spurði hvort það væri hreinlega ekki þannig að enga slóð um peningaþvætti væri að finna því árvökul lögregla hefði komið í veg fyrir að þess brot næðu fram að ganga?Tóku verjendur margra af þeim ákærðu undir orð Stefáns Karls.Tveir játuðu aðild að kannabisframleiðslu Eins og fyrr segir eru þeir Alvar, Einar og Margeir ákærðir fyrir framleiðslu amfetamíns í Borgarfirði en þeir eru ákærðir ásamt þremur öðrum fyrir kannabis framleiðslu nærri Hellu. Margeir játaði ásamt öðrum sakborningi að hafa staðið að kannabisframleiðslu nærri Hellu en þó með fyrirvara um endanlega magntölu. Í ákærunni kemur fram að lögreglan hafi lagt hald á 206 kannabisplöntur, 111,50 grömm af kannabisstönglum og 823 grömm af maríjúana. Enginn af sakborningunum könnuðust við þessi 823 grömm af maríjúana og vildu fá nánari útskýringu á því hvaðan þau koma. Lofaði saksóknari að leggja fram skýrslu frá lögreglu um þann fund.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Ákvað dómari málsins að fresta því til 20. september næstkomandi.Skýra þarf peningagjörninga Varðandi rannsóknina á peningaþvættismálinu þá sagði Karl Steinar Valsson í viðtali við RÚV að skýra þyrfti ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað innan þess hóps sem væri ákærður fyrir fíkniefnaframleiðsluna og utan hans einnig. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Þá sagði Karl Steinar að rannsóknin á peningaþvættinu væri langt komin. Grunur léki á að fé hefði verið þvættað í gegnum atvinnurekstur en hann gat ekki tjáð sig frekar um þann hluta rannsóknarinnar.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira