Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:34 Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Getty/Kena Betancur Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira