Ný skýrsla leiðir í ljós villandi sjónarhorn á fjölgun öryrkja Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2019 12:00 Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði. Vísir/Egill Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“ Félagsmál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“
Félagsmál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira