Menn í vinnu pakka saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2019 12:03 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í upphafi árs en grunur lék á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Vísir/sigurjón Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar.
Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00