Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 15:30 Donald Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. AP/Richard Drew Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. Forsetinn byrjaði ræðu sína á að lofa þjóðernishyggju og sagði snemma að allir vitrir þjóðarleiðtogar setji hagsmuni eigin borgara og ríki fyrst og bætti við að framtíðin tilheyri ekki „hnattvæðingarsinnum“, heldur tilheyrði hún „föðurlandsvinum“. Þar að auki gagnrýndi Trump fjölmiðla, menntunarstofnanir og samfélagsmiðla sérstaklega harðlega og sagði þá grafa undan lýðræði og málfrelsi. Þeir væru að ráðast á sögu, hefðir og gildi Bandaríkjanna. Þá sagði hann „varanlega stjórnmálastétt“ gera lítið úr vilja fólksins. Við það má bæta að Trump hlaut færri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafa iðulega sakað samfélagsmiðla um að grafa undan röddum íhaldsmanna. Án þess þó að hafa getað sýnt fram á það með öðru en samsæriskenningum. Í ræðu sinni sagði Trump einnig að Bandaríkin stæðu með LGBTQ-fólki um heim allan og hvatti þjóðir heimsins til að afglæpavæða samkynhneigð.Sakaði Kína um þjófnað Hann talaði hvað verst um Venesúela, Íran og Kína, auk þess að skammast yfir aðgerðarsinnum og frjálsum félagasamtökum og sakaði um að stuðla að mansali á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem er alfarið innihaldslaus ásökun. Trump ráðlagði flótta- og farandfólki sem væri að íhuga að reyna að setjast að í Bandaríkjunum að gera það ekki. Þeim yrði ekki hleypt inn í Bandaríkin.Varðandi Kína gagnrýndi Trump ríkið fyrir efnahagsstefnu þess og sagði forsvarsmenn þess svindla og stela hugverkum. Sem dæmi nefndi hann fund sinn með forstjóra Micron Technology, sem sagði kínverskt fyrirtæki hafa stolið einkaleyfi af tækni þeirra, byrjað að selja eins vörur og þeir í Kína og víðar og á sama tíma hefðu yfirvöld Kína meinað Micron að selja vörur sínar þar í landi. Margar ásakanir af þessu tagi hafa beinst gegn Kína á undanförnum árum. Þá sagðist hann fylgjast náið með stöðu mála í Hong Kong, þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir undanfarnar vikur, og sagði að heimurinn allur byggist við því að Kínverjar stæðu við skuldbindingar sínar gagnvart Hong Kong.Vill einangra Íran áfram Trump sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök víða um heim og að engar aðrar þjóðir ættu að styðja við „blóðþorsta“ Írana. Hann sagði koma til greina að styrkja viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Íran, breyti forsvarsmenn ríkisins ekki hegðun sinni. Hann stærði sig af því að hafa slitið Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallað, sem ætlað var að koma í veg fyrir að Íranar kæmu upp kjarnorkuvopnum. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Vill ekki leiðrétta sig Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist sem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig.Donald Trump's “America First” fixation was on stark display in his #UNGA19 speech, where he boasted of his accomplishments as president while emphasizing his nationalist ideology https://t.co/e6N08pyQDT pic.twitter.com/RXWyCVDatU— POLITICO (@politico) September 24, 2019 Donald Trump's “America First” fixation was on stark display in his #UNGA19 speech, where he boasted of his accomplishments as president while emphasizing his nationalist ideology https://t.co/e6N08pyQDT pic.twitter.com/RXWyCVDatU— POLITICO (@politico) September 24, 2019 US President Donald Trump tells the #UNGA that "no responsible government should subsidise Iran's blood lust" and that US sanctions on Iran "will be tightened" unless the country changes its "menacing behaviour"https://t.co/VcbZRHn14g pic.twitter.com/TOAAZqVj99— BBC News (World) (@BBCWorld) September 24, 2019 Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. Forsetinn byrjaði ræðu sína á að lofa þjóðernishyggju og sagði snemma að allir vitrir þjóðarleiðtogar setji hagsmuni eigin borgara og ríki fyrst og bætti við að framtíðin tilheyri ekki „hnattvæðingarsinnum“, heldur tilheyrði hún „föðurlandsvinum“. Þar að auki gagnrýndi Trump fjölmiðla, menntunarstofnanir og samfélagsmiðla sérstaklega harðlega og sagði þá grafa undan lýðræði og málfrelsi. Þeir væru að ráðast á sögu, hefðir og gildi Bandaríkjanna. Þá sagði hann „varanlega stjórnmálastétt“ gera lítið úr vilja fólksins. Við það má bæta að Trump hlaut færri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafa iðulega sakað samfélagsmiðla um að grafa undan röddum íhaldsmanna. Án þess þó að hafa getað sýnt fram á það með öðru en samsæriskenningum. Í ræðu sinni sagði Trump einnig að Bandaríkin stæðu með LGBTQ-fólki um heim allan og hvatti þjóðir heimsins til að afglæpavæða samkynhneigð.Sakaði Kína um þjófnað Hann talaði hvað verst um Venesúela, Íran og Kína, auk þess að skammast yfir aðgerðarsinnum og frjálsum félagasamtökum og sakaði um að stuðla að mansali á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem er alfarið innihaldslaus ásökun. Trump ráðlagði flótta- og farandfólki sem væri að íhuga að reyna að setjast að í Bandaríkjunum að gera það ekki. Þeim yrði ekki hleypt inn í Bandaríkin.Varðandi Kína gagnrýndi Trump ríkið fyrir efnahagsstefnu þess og sagði forsvarsmenn þess svindla og stela hugverkum. Sem dæmi nefndi hann fund sinn með forstjóra Micron Technology, sem sagði kínverskt fyrirtæki hafa stolið einkaleyfi af tækni þeirra, byrjað að selja eins vörur og þeir í Kína og víðar og á sama tíma hefðu yfirvöld Kína meinað Micron að selja vörur sínar þar í landi. Margar ásakanir af þessu tagi hafa beinst gegn Kína á undanförnum árum. Þá sagðist hann fylgjast náið með stöðu mála í Hong Kong, þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir undanfarnar vikur, og sagði að heimurinn allur byggist við því að Kínverjar stæðu við skuldbindingar sínar gagnvart Hong Kong.Vill einangra Íran áfram Trump sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök víða um heim og að engar aðrar þjóðir ættu að styðja við „blóðþorsta“ Írana. Hann sagði koma til greina að styrkja viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Íran, breyti forsvarsmenn ríkisins ekki hegðun sinni. Hann stærði sig af því að hafa slitið Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallað, sem ætlað var að koma í veg fyrir að Íranar kæmu upp kjarnorkuvopnum. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Vill ekki leiðrétta sig Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist sem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig.Donald Trump's “America First” fixation was on stark display in his #UNGA19 speech, where he boasted of his accomplishments as president while emphasizing his nationalist ideology https://t.co/e6N08pyQDT pic.twitter.com/RXWyCVDatU— POLITICO (@politico) September 24, 2019 Donald Trump's “America First” fixation was on stark display in his #UNGA19 speech, where he boasted of his accomplishments as president while emphasizing his nationalist ideology https://t.co/e6N08pyQDT pic.twitter.com/RXWyCVDatU— POLITICO (@politico) September 24, 2019 US President Donald Trump tells the #UNGA that "no responsible government should subsidise Iran's blood lust" and that US sanctions on Iran "will be tightened" unless the country changes its "menacing behaviour"https://t.co/VcbZRHn14g pic.twitter.com/TOAAZqVj99— BBC News (World) (@BBCWorld) September 24, 2019
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira