Smábátasjómenn saka Fiskistofu um lögbrot Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2019 13:02 Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fréttablaðið/Hörður Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan. Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan.
Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira