Sunnlendingar fá nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 12:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sem mætti nýlega á fund á Selfossi til að ræða Heilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030. Hún svaraði nokkrum spurningum á fundinum, m.a. um stöðu hjúkrunarheimila í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira