Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2019 23:45 Esther Hallsdóttir fulltrúi íslenskra ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum. Úr einkasafni Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. Í dag tekur Esther þátt í loftlagsráðstefnu fyrir ungmenni, Youth Climate Summit, þar sem þúsund ungmenni alls staðar að úr heiminum koma saman og ræða aðgerðir fyrir loftslagið. „Ég kom hingað í gær og verð til 5.október. Þetta er alveg magnað. Það eru hérna rúmlega þúsund ungmenni alls staðar að úr heiminum sem að voru valin til þess að mæta á þessa ráðstefnu og svo er ungmennafullrúum landanna boðið líka,“ segir Esther í samtali við Vísi. Blaðamaður náði tali á Esther þar sem hún var stödd í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Esther er 24 ára gömul og starfar hjá UNICEF á Íslandi sem verkefnastjóri í fjáröflun. Hún er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og tók þátt í hagsmunabaráttu stúdenta með Stúdentaráði. Hún segist vera búin að vera að undirbúa sig og kynna sér málefnin og Sameinuðu þjóðirnar síðan hún var kosin í þetta hlutverk í ágúst. „Ég var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum af aðildarfélögum Landssambands ungmennafélaga, LUF.“ Esther er fyrsti slíki fulltrúi íslands hjá samtökunum.Esther er spennt fyrir þessu frábæra tækifæriÚr einkasafniSkref í rétta átt „Ég mun verða með ræðu í þriðju nefnd allsherjarþingsins. Núna í fyrri vikunni er meira um að þjóðarleiðtogar séu að koma. Í seinni vikunni þá byrjar nefndarstarfið. Við ungmennafulltrúarnir munum taka þátt í störfum þriðju nefndarinnar sem að snýr meðal annars að mannréttindarmálum. Ég mun vera með ræðu fyrir þeirri nefnd.“ Esther segir að ræðan muni meðal annars koma inn á mikilvægi þess að ungt fólk fái að koma að því að taka ákvarðanir. „Bæði í málefnum sem að varða þau en líka samfélagið í heild. Það að Ísland sé að senda núna í fyrsta skipti ungmennafulltrúa á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er náttúrulega stórt skref í rétta átt. Þetta prógramm sem Sameinuðu þjóðirnar eru með er náttúrulega til þess að ungt fólk fái að taka þátt og koma að ákvarðanatöku og umræðu á þessu alþjóðlega stigi. Ræðan mun því aðallega fjalla um það en svo mun ég líka koma inn á mál eins og loftlagsmál og jafnrétti og fleira.“ Esther segir að það sé mjög gaman að fá að sitja þessa stóru viðburði og segir að hún sé mjög spennt að fá að taka þátt í nefndarstörfum í næstu viku. „Að fá tækifæri til þess að koma að því að það verða gerðar ályktanir gerðar um ungt fólk meðal annars og við fáum að koma að þeirri vinnu. Fæ ég líka tækifæri til að ávarpa nefndina og það er mikið tilhlökkunarefni.“Greta Thunberg á allsherjarþinginu í dag.EPAHlustað á unga fólkið Loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er einnig á Allsherjarþinginu. Hin 16 ára Greta hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust fyrr í vikunni. „Hún var í pallborði hérna áðan og þar var líka aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Greta og þrír aðrir voru í pallborðinu og hann var það sem er kallað „keynote listener“ þar sem hann var að hlusta á unga fólkið og þeirra lausnir og það sem þau höfðu að segja,“ segir Esther og bætir við að það hafi verið mjög áhugavert að hlusta á Gretu. „Greta verður með ræðu á mánudaginn á stóru loftlagsráðstefnunni sem að ég fæ að sitja. Katrín Jakobsdóttir verður svo með ræðu þar líka.“ Esther segist vera full innblásturs eftir að hlusta á allt unga fólkið sem hefur talað á þinginu. „Það er mikill kraftur hérna inni.“ Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. Í dag tekur Esther þátt í loftlagsráðstefnu fyrir ungmenni, Youth Climate Summit, þar sem þúsund ungmenni alls staðar að úr heiminum koma saman og ræða aðgerðir fyrir loftslagið. „Ég kom hingað í gær og verð til 5.október. Þetta er alveg magnað. Það eru hérna rúmlega þúsund ungmenni alls staðar að úr heiminum sem að voru valin til þess að mæta á þessa ráðstefnu og svo er ungmennafullrúum landanna boðið líka,“ segir Esther í samtali við Vísi. Blaðamaður náði tali á Esther þar sem hún var stödd í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Esther er 24 ára gömul og starfar hjá UNICEF á Íslandi sem verkefnastjóri í fjáröflun. Hún er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og tók þátt í hagsmunabaráttu stúdenta með Stúdentaráði. Hún segist vera búin að vera að undirbúa sig og kynna sér málefnin og Sameinuðu þjóðirnar síðan hún var kosin í þetta hlutverk í ágúst. „Ég var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum af aðildarfélögum Landssambands ungmennafélaga, LUF.“ Esther er fyrsti slíki fulltrúi íslands hjá samtökunum.Esther er spennt fyrir þessu frábæra tækifæriÚr einkasafniSkref í rétta átt „Ég mun verða með ræðu í þriðju nefnd allsherjarþingsins. Núna í fyrri vikunni er meira um að þjóðarleiðtogar séu að koma. Í seinni vikunni þá byrjar nefndarstarfið. Við ungmennafulltrúarnir munum taka þátt í störfum þriðju nefndarinnar sem að snýr meðal annars að mannréttindarmálum. Ég mun vera með ræðu fyrir þeirri nefnd.“ Esther segir að ræðan muni meðal annars koma inn á mikilvægi þess að ungt fólk fái að koma að því að taka ákvarðanir. „Bæði í málefnum sem að varða þau en líka samfélagið í heild. Það að Ísland sé að senda núna í fyrsta skipti ungmennafulltrúa á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er náttúrulega stórt skref í rétta átt. Þetta prógramm sem Sameinuðu þjóðirnar eru með er náttúrulega til þess að ungt fólk fái að taka þátt og koma að ákvarðanatöku og umræðu á þessu alþjóðlega stigi. Ræðan mun því aðallega fjalla um það en svo mun ég líka koma inn á mál eins og loftlagsmál og jafnrétti og fleira.“ Esther segir að það sé mjög gaman að fá að sitja þessa stóru viðburði og segir að hún sé mjög spennt að fá að taka þátt í nefndarstörfum í næstu viku. „Að fá tækifæri til þess að koma að því að það verða gerðar ályktanir gerðar um ungt fólk meðal annars og við fáum að koma að þeirri vinnu. Fæ ég líka tækifæri til að ávarpa nefndina og það er mikið tilhlökkunarefni.“Greta Thunberg á allsherjarþinginu í dag.EPAHlustað á unga fólkið Loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er einnig á Allsherjarþinginu. Hin 16 ára Greta hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust fyrr í vikunni. „Hún var í pallborði hérna áðan og þar var líka aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Greta og þrír aðrir voru í pallborðinu og hann var það sem er kallað „keynote listener“ þar sem hann var að hlusta á unga fólkið og þeirra lausnir og það sem þau höfðu að segja,“ segir Esther og bætir við að það hafi verið mjög áhugavert að hlusta á Gretu. „Greta verður með ræðu á mánudaginn á stóru loftlagsráðstefnunni sem að ég fæ að sitja. Katrín Jakobsdóttir verður svo með ræðu þar líka.“ Esther segist vera full innblásturs eftir að hlusta á allt unga fólkið sem hefur talað á þinginu. „Það er mikill kraftur hérna inni.“
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42