„Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2019 21:30 Elísabet Ormslev segir að hún sé orðin dauðþreytt á að verja sig gegn áreitni karlmanna. Úr einkasafni „Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?“ spyr söngkonan Elísabet Ormslev í færslu sem hún birti á Facebook en hún hefur tvisvar sinnum á mjög stuttum tíma verið áreitt af karlmanni þegar hún hefur verið gangandi í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir í samtali við Vísi að það sé tímabært að karlmenn átti sig að því að þeir hafi ekki beinan aðgang að konum og að konur séu ekki hlutir sem megi ganga að eins og sjálfsögðum hlut. „Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Elísabet segir að hún upplifi ekki beint hræðslu í þessum atvikum. „Aðallega reiði. Svona eins og það væri brotið á mér. Mér fallast bara hendur að þetta skuli ennþá gerast.“ Hún vil halda opinni umræðunni um kynferðislega áreitni og vakti því athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Ég vil að fólk gleymi ekki allri vitundarvakningunni sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Þetta er augljóslega ennþá vandamál. Ég hvet fólk til að hafa þessa umræðu opna því þetta er ekkert búið, þetta er barátta sem er ekki búið að vinna,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Annað atvikið sem hún lýsir átti sér stað um kvöld en hitt um hábjartan dag. Hún segir að það virðist ekki skipta máli staður eða stund. „Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna,“ skrifar Elísabet í færslunni sinni. Seinna atvikið átti sér stað nú fyrr í dag. „Um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“ Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík,“ útskýrir Elísabet. „Ef ég svara fyrir mig og bregst við að þá einhvern veginn bregðast þeir illa við á móti og láta eins og það sé eitthvað frekar að mér heldur en að þeim og þeirra hegðun.“Ekki bara á djamminu Hún segir að konur séu að upplifa þetta alls staðar, alltaf. „Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu.“ Í færslunni tekur Elísabet það sérstaklega fram að í dag var hún klædd í íþróttabuxur, bol sem náði upp í háls, ómáluð og með snúð í hárinu. Aðspurð af hverju hún tók það fram svaraði Elísabet: „Þetta eru rök sem fólk sem veit ekki mikið um málið notar oft. Það er bara þannig að sá hugsunargangur tíðkast ennþá í dag, að við séum í rauninni bara að biðja um að vera áreittar ef að við erum klæddar á einhvern ákveðinn hátt. Þetta er bara einn af punktunum sem er svo oft talað um eins og í tengslum við druslugönguna. Eins og bara í beinum tengslum við Druslugönguna, við megum vera klæddar eins og við viljum án þess að fá þessa áreitni á okkur.“ Elísabet segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið áreitt af karlmönnum enda segir hún í færslunni að hún sé orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja sig. „Þetta gerist ekkert bara á djamminu þegar það er áfengi um hönd heldur líka bara um hábjartan dag á laugardegi í Austurstræti, eins í dag eða fyrir framan Noodle Station eins og gerðist fyrir þremur vikum,“ segir Elísabet að lokum. Source code MeToo Reykjavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
„Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?“ spyr söngkonan Elísabet Ormslev í færslu sem hún birti á Facebook en hún hefur tvisvar sinnum á mjög stuttum tíma verið áreitt af karlmanni þegar hún hefur verið gangandi í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir í samtali við Vísi að það sé tímabært að karlmenn átti sig að því að þeir hafi ekki beinan aðgang að konum og að konur séu ekki hlutir sem megi ganga að eins og sjálfsögðum hlut. „Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Elísabet segir að hún upplifi ekki beint hræðslu í þessum atvikum. „Aðallega reiði. Svona eins og það væri brotið á mér. Mér fallast bara hendur að þetta skuli ennþá gerast.“ Hún vil halda opinni umræðunni um kynferðislega áreitni og vakti því athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Ég vil að fólk gleymi ekki allri vitundarvakningunni sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Þetta er augljóslega ennþá vandamál. Ég hvet fólk til að hafa þessa umræðu opna því þetta er ekkert búið, þetta er barátta sem er ekki búið að vinna,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Annað atvikið sem hún lýsir átti sér stað um kvöld en hitt um hábjartan dag. Hún segir að það virðist ekki skipta máli staður eða stund. „Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna,“ skrifar Elísabet í færslunni sinni. Seinna atvikið átti sér stað nú fyrr í dag. „Um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“ Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík,“ útskýrir Elísabet. „Ef ég svara fyrir mig og bregst við að þá einhvern veginn bregðast þeir illa við á móti og láta eins og það sé eitthvað frekar að mér heldur en að þeim og þeirra hegðun.“Ekki bara á djamminu Hún segir að konur séu að upplifa þetta alls staðar, alltaf. „Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu.“ Í færslunni tekur Elísabet það sérstaklega fram að í dag var hún klædd í íþróttabuxur, bol sem náði upp í háls, ómáluð og með snúð í hárinu. Aðspurð af hverju hún tók það fram svaraði Elísabet: „Þetta eru rök sem fólk sem veit ekki mikið um málið notar oft. Það er bara þannig að sá hugsunargangur tíðkast ennþá í dag, að við séum í rauninni bara að biðja um að vera áreittar ef að við erum klæddar á einhvern ákveðinn hátt. Þetta er bara einn af punktunum sem er svo oft talað um eins og í tengslum við druslugönguna. Eins og bara í beinum tengslum við Druslugönguna, við megum vera klæddar eins og við viljum án þess að fá þessa áreitni á okkur.“ Elísabet segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið áreitt af karlmönnum enda segir hún í færslunni að hún sé orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja sig. „Þetta gerist ekkert bara á djamminu þegar það er áfengi um hönd heldur líka bara um hábjartan dag á laugardegi í Austurstræti, eins í dag eða fyrir framan Noodle Station eins og gerðist fyrir þremur vikum,“ segir Elísabet að lokum. Source code
MeToo Reykjavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira