Sjúkdómurinn breytti öllu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. september 2019 18:30 Alzheimersjúklingur segir allt hafa breyst þegar hann greindist með sjúkdóminn. Hann hafi þurft að hætta að vinna og það hafi verið erfitt. Lífið haldi þó áfram og mikilvægt sé að tala opinskátt um sjúkdóminn. Alþjóðlegi alzheimerdagurinn er í dag og héldu Alzheimersamtökin málþing af því tilefni undir yfirskriftinni ég er enn ég. Þar lýstu sex einstaklingar með heilabilun reynslu sinni. Á meðal þeirra voru Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Guðlaugur Níelsson, sem eru bæði með Alzheimer, en höfðu þau maka sína með sér til halds og trausts. Ellý Katrín greindist með alzheimer um fimmtugt en Guðlaugur um sextugt. Ellý segir að það hafi verið erfitt að vita að hún væri með sjúkdóminn. „Það er mjög erfitt en ég er svo lánsöm með fjölskyldu mína og vinnufélaga og aðra í kringum okkur þannig að já við svona leggjum áherslu á að njóta lífsins,“ segri Ellý Guðlaugur segir að sér hafi grunað að eitthvað amaði að áður en hann greindist með sjúkdóminn. „Það var eitthvað að gerast og svo fór ég til læknis og þá fór allt í gang og þetta var bara alzheimer og ekkert hægt að gera í sjálfu sér. Hætti að vinna og það bara breytist allt. Mjög erfitt að gera þetta en maður heldur áfram,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir að hann reyni að láta lífið hafa sem minnst áhrif á líf sitt og keyri til að mynda enn þá bíl. Bæði hann og Ellý segja mikilvægt fyrir þá sem fá sjúkdóminn að tala opinskátt um það. „Bara endilega koma út úr skápnum. Það er að segja ef þú ert ekki kominn úr þessum skáp,“ segir Ellý. Heilbrigðismál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Alzheimersjúklingur segir allt hafa breyst þegar hann greindist með sjúkdóminn. Hann hafi þurft að hætta að vinna og það hafi verið erfitt. Lífið haldi þó áfram og mikilvægt sé að tala opinskátt um sjúkdóminn. Alþjóðlegi alzheimerdagurinn er í dag og héldu Alzheimersamtökin málþing af því tilefni undir yfirskriftinni ég er enn ég. Þar lýstu sex einstaklingar með heilabilun reynslu sinni. Á meðal þeirra voru Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Guðlaugur Níelsson, sem eru bæði með Alzheimer, en höfðu þau maka sína með sér til halds og trausts. Ellý Katrín greindist með alzheimer um fimmtugt en Guðlaugur um sextugt. Ellý segir að það hafi verið erfitt að vita að hún væri með sjúkdóminn. „Það er mjög erfitt en ég er svo lánsöm með fjölskyldu mína og vinnufélaga og aðra í kringum okkur þannig að já við svona leggjum áherslu á að njóta lífsins,“ segri Ellý Guðlaugur segir að sér hafi grunað að eitthvað amaði að áður en hann greindist með sjúkdóminn. „Það var eitthvað að gerast og svo fór ég til læknis og þá fór allt í gang og þetta var bara alzheimer og ekkert hægt að gera í sjálfu sér. Hætti að vinna og það bara breytist allt. Mjög erfitt að gera þetta en maður heldur áfram,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir að hann reyni að láta lífið hafa sem minnst áhrif á líf sitt og keyri til að mynda enn þá bíl. Bæði hann og Ellý segja mikilvægt fyrir þá sem fá sjúkdóminn að tala opinskátt um það. „Bara endilega koma út úr skápnum. Það er að segja ef þú ert ekki kominn úr þessum skáp,“ segir Ellý.
Heilbrigðismál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira