Efling vísar ásökunum á bug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 11:15 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér í tilefni af frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem fer með mál tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar og tveggja starfsmanna í veikindaleyfi sem telja Eflingu hafa brotið á réttindum þeirra.Í máli Láru kom fram að enn hafi ekki verið samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu sem fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til Láru vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður.Í yfirlýsingu Eflingar segir að ásakanir um að réttindi starfsmanna, núverandi sem og fyrrverandi, hafi ekki verið virt séu tilhæfulausar. Þá sé ástæðan fyrir því að ekki hafi verið samið um starfslok við fyrrverandi stjórnendur Eflingar einföld. „Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Í máli Láru kom einnig fram að af þessum fjórum máumi hafi það síðasta nýverið komið inn á sitt borð, eftir að sviðstjóra hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum á dögunum. Telur Lára að ekki hafi verið farið eftir reglum Eflingar við uppsögnina. Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið kannist hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar, sem kynntar voru starfsmönnum þann 30. ágúst síðastliðinn, né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Haft er eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, að ásakanirnar séu ekki nýjar af nálinni og með því að fara með málið í fjölmiðla sé verið að reyna að þvinga Eflinga til samninga. „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum,“ er haft eftir Viðari.Yfirlýsing Eflingar í heild sinni„Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og á Visir.is þann 20. september 2019 vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri:Öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafa verið virt í einu og öllu. Á það bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir um annað eru tilhæfulausar. Reglulegar endurekningar í fjölmiðlum breyta engu þar um.Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð. Efling telur samlíkingu þeirra mála við brotastarfsemi gegn láglaunafólki á vinnumarkaði bæði langsótta og ósmekklega.Um skipulagsbreytingar sem kynntar voru starfsfólki Eflingar þann 30. ágúst síðastliðinn má lesa í frétt á heimasíðu félagsins. Efling kannast hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Efling lýsir furðu á að rangfærslur varðandi mál skrifstofu Eflingar eigi svo greiða leið inn í fréttaflutning Stöðvar 2.Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði: „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum.““ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér í tilefni af frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem fer með mál tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar og tveggja starfsmanna í veikindaleyfi sem telja Eflingu hafa brotið á réttindum þeirra.Í máli Láru kom fram að enn hafi ekki verið samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu sem fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til Láru vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður.Í yfirlýsingu Eflingar segir að ásakanir um að réttindi starfsmanna, núverandi sem og fyrrverandi, hafi ekki verið virt séu tilhæfulausar. Þá sé ástæðan fyrir því að ekki hafi verið samið um starfslok við fyrrverandi stjórnendur Eflingar einföld. „Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Í máli Láru kom einnig fram að af þessum fjórum máumi hafi það síðasta nýverið komið inn á sitt borð, eftir að sviðstjóra hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum á dögunum. Telur Lára að ekki hafi verið farið eftir reglum Eflingar við uppsögnina. Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið kannist hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar, sem kynntar voru starfsmönnum þann 30. ágúst síðastliðinn, né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Haft er eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, að ásakanirnar séu ekki nýjar af nálinni og með því að fara með málið í fjölmiðla sé verið að reyna að þvinga Eflinga til samninga. „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum,“ er haft eftir Viðari.Yfirlýsing Eflingar í heild sinni„Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og á Visir.is þann 20. september 2019 vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri:Öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafa verið virt í einu og öllu. Á það bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir um annað eru tilhæfulausar. Reglulegar endurekningar í fjölmiðlum breyta engu þar um.Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð. Efling telur samlíkingu þeirra mála við brotastarfsemi gegn láglaunafólki á vinnumarkaði bæði langsótta og ósmekklega.Um skipulagsbreytingar sem kynntar voru starfsfólki Eflingar þann 30. ágúst síðastliðinn má lesa í frétt á heimasíðu félagsins. Efling kannast hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Efling lýsir furðu á að rangfærslur varðandi mál skrifstofu Eflingar eigi svo greiða leið inn í fréttaflutning Stöðvar 2.Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði: „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum.““
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent