Aðrir tímar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. september 2019 10:00 Sennilega er það svo að samtíminn er hverju sinni sannfærður um að hann hafi höndlað sannleikann og kunni allar leikreglur. Um leið þykir næsta sjálfsagt að fussa og sveia yfir fortíðinni og fólkinu sem lifði í henni og kunni ekki skil á hinum réttu leikreglum. Þannig er sáraeinfalt að þefa uppi alls kyns gjörðir og demba þeim yfir fólk áratugum seinna og saka það til dæmis um rasisma. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fór ungur maður í partí, þar sem þemað var Þúsund og ein nótt, og klæddi sig sem Aladdin og litaði andlit sitt dökkt til að vera í stíl við gervið. Eins og hæfir tilefni eins og þessu var tekin af honum mynd. Svo liðu átján ár. Ungi maðurinn var orðinn frjálslyndur og vel metinn forsætisráðherra og líða fór að kosningum og vonandi endurkjöri. Þá var myndin grafin upp og skandall var opinberaður: Forsætisráðherrann var rasisti. Fleiri myndir birtust síðan af honum þar sem hann hafði á sínum yngri árum svert andlit sitt. Enn ein sönnun um rasískt eðli forsætisráðherrans.Skiljanlegt væri ef einhverjum hefði svelgst illilega á hefði Trudeau farið á sínum yngri árum á grímuball klæddur Ku Klux Klan-búningi. Ekkert slíkt gerðist. Hann fór sem Aladdin með dökkt andlit. Aladdin er ævintýrapersóna, sveipuð ljóma. Það er ekkert rangt við að vilja vera í sporum hans í boði þar sem fólk mætir í búningi.Trudeau varð að svara gagnrýnendum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því á sínum tíma að uppátæki hans væri rasískt. Auðvitað ekki, enda er ekkert sem bendir til að hann hafi verið að hæða og spotta Aladdin, hann virðist einmitt hafa verið að hylla hann. Nú segist hann vita að gjörningurinn hafi verið rasískur. Auðvitað segir hann það. Hann er forsætisráðherra í viðkvæmri stöðu og verður að reyna að hafa sem flesta góða þegar kosningar eru í vændum. Trudeau bugtar sig og beygir fyrir hinum gólandi gagnrýnendum. Sjálfsagt gerir hann það í þeirri trú að það borgi sig að gera sér sér upp iðrun um leið og hann vonar að fárinu sloti.Mál Trudeau hefur verið blásið upp. Hann er ekki stjórnmálamaður sem hefur hrellt heiminn með rasískum ummælum, ólíkt ýmsum ráðamönnum heims. Gervið á grímuballinu er ekki þess eðlis að ástæða sé til að froðufella yfir því. Trudeau hefur sjálfur sagt að hann hafi gaman af alls kyns gervum. Það að hann hafi svert andlit sitt á sínum yngri árum gerir hann ekki að óhæfum stjórnmálamanni og með því ætlaði hann sér örugglega ekki að gera lítið úr blökkumönnum. Þetta voru aðrir tímar og það sem þá þótti næsta sjálfsagt er fordæmt í dag, oft af æði miklum ofsa.Og var það á þessum tíma eða kannski stuttu eftir það sem hér á landi voru seldir negrakossar? Fullorðið fólk keypti þetta sælgæti og börn og unglingar hámuðu það sömuleiðis í sig. Hugsanlega eru einhvers staðar til gamlar myndir af því viðurstyggilega áti. Líklega er löngu orðið tímabært að þeir seku biðjist afsökunar á rasísku áti sínu á negrakossum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kanada Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Sennilega er það svo að samtíminn er hverju sinni sannfærður um að hann hafi höndlað sannleikann og kunni allar leikreglur. Um leið þykir næsta sjálfsagt að fussa og sveia yfir fortíðinni og fólkinu sem lifði í henni og kunni ekki skil á hinum réttu leikreglum. Þannig er sáraeinfalt að þefa uppi alls kyns gjörðir og demba þeim yfir fólk áratugum seinna og saka það til dæmis um rasisma. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fór ungur maður í partí, þar sem þemað var Þúsund og ein nótt, og klæddi sig sem Aladdin og litaði andlit sitt dökkt til að vera í stíl við gervið. Eins og hæfir tilefni eins og þessu var tekin af honum mynd. Svo liðu átján ár. Ungi maðurinn var orðinn frjálslyndur og vel metinn forsætisráðherra og líða fór að kosningum og vonandi endurkjöri. Þá var myndin grafin upp og skandall var opinberaður: Forsætisráðherrann var rasisti. Fleiri myndir birtust síðan af honum þar sem hann hafði á sínum yngri árum svert andlit sitt. Enn ein sönnun um rasískt eðli forsætisráðherrans.Skiljanlegt væri ef einhverjum hefði svelgst illilega á hefði Trudeau farið á sínum yngri árum á grímuball klæddur Ku Klux Klan-búningi. Ekkert slíkt gerðist. Hann fór sem Aladdin með dökkt andlit. Aladdin er ævintýrapersóna, sveipuð ljóma. Það er ekkert rangt við að vilja vera í sporum hans í boði þar sem fólk mætir í búningi.Trudeau varð að svara gagnrýnendum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því á sínum tíma að uppátæki hans væri rasískt. Auðvitað ekki, enda er ekkert sem bendir til að hann hafi verið að hæða og spotta Aladdin, hann virðist einmitt hafa verið að hylla hann. Nú segist hann vita að gjörningurinn hafi verið rasískur. Auðvitað segir hann það. Hann er forsætisráðherra í viðkvæmri stöðu og verður að reyna að hafa sem flesta góða þegar kosningar eru í vændum. Trudeau bugtar sig og beygir fyrir hinum gólandi gagnrýnendum. Sjálfsagt gerir hann það í þeirri trú að það borgi sig að gera sér sér upp iðrun um leið og hann vonar að fárinu sloti.Mál Trudeau hefur verið blásið upp. Hann er ekki stjórnmálamaður sem hefur hrellt heiminn með rasískum ummælum, ólíkt ýmsum ráðamönnum heims. Gervið á grímuballinu er ekki þess eðlis að ástæða sé til að froðufella yfir því. Trudeau hefur sjálfur sagt að hann hafi gaman af alls kyns gervum. Það að hann hafi svert andlit sitt á sínum yngri árum gerir hann ekki að óhæfum stjórnmálamanni og með því ætlaði hann sér örugglega ekki að gera lítið úr blökkumönnum. Þetta voru aðrir tímar og það sem þá þótti næsta sjálfsagt er fordæmt í dag, oft af æði miklum ofsa.Og var það á þessum tíma eða kannski stuttu eftir það sem hér á landi voru seldir negrakossar? Fullorðið fólk keypti þetta sælgæti og börn og unglingar hámuðu það sömuleiðis í sig. Hugsanlega eru einhvers staðar til gamlar myndir af því viðurstyggilega áti. Líklega er löngu orðið tímabært að þeir seku biðjist afsökunar á rasísku áti sínu á negrakossum
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun