Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 13:46 Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Dómari í máli Árna Gils Hjaltasonar sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps féllst á kröfu saksóknara um að þinghald skyldi vera lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni um átök hans og annars manns við Leifasjoppu í dag. Konan var sögð óttaslegin og að viðvera fólks í salnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Árni og verjandi hans fengu að vera viðstaddir vitnisburð konunnar en föður Árna og systur, blaðamanni Vísis og öðrum áhlýðendum var vísað úr dómsal samkvæmt ákvörðun Barböru Björnsdóttur, dómara. Málið varðar átök Árna við mann við Leifasjoppu í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði og var Árni ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þess. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota en Hæstiréttur vísaði hnífstungumálinu aftur heim í hérað í desember árið 2017. Það er nú tekið fyrir af fjölskipuðum héraðsdómi. Konan sem bar vitni í dag var þáverandi vinkona Árna en í framburði hans á þriðjudag kom fram að þau hefði einnig átt í kynferðislegu sambandi. Þau væru ekki vinir lengur eftir atvikið. Árni var að skila bíl konunnar til hennar við Leifasjoppu þegar í brýnu sló á milli hans og manns sem var með konunni. Vitni sem komu fyrir dóminn á þriðjudag sögðu að konan hefði beðið manninn sem varð fyrir stungusári um að fylgja sér til móts við Árna þar sem hún óttaðist hann í því ástandi sem hann væri þá í. Maðurinn fullyrti fyrir dómnum á þriðjudag að Árni hefði ráðist á hann. Þegar hann hafi ætlað að standa upp hafi hann fundið mikið högg aftan á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Árni hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði sjálfur komið með hnífinn og ógnað sér. Hann hafi þurft að verja líf sitt og yfirbuga manninn. Þeir hafi fallið í jörðina en hann hafi ekki orðið var við að blætt hafi úr manninum. Maðurinn útilokaði það ekki fyrir dómi að hnífurinn hefði verið í buxunum hans og dottið úr þeim í átökunum. Fleiri vitni báru um að hann hefði farið með hnífinn út til móts við Árna. Á meðal annarra vitna sem eiga að koma fyrir dóminn í dag er maður sem Árni viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðjudag að hafa lent í átökum við fyrr um kvöldið sem árásin átti sér stað. Bar hann vitni um að hafa þurft að verja sig með hafnaboltakylfu fyrir manninum sem var vopnaður hnífi. Það hafi verið vegna ágreinings þar sem Árni taldi manninn hafa stolið frá sér. Maðurinn sem hlaut stungusárið við Leifasjoppu sagðist aftur á móti hafa heyrt frá manninum sem Árni átti í átökum við að Árni hafi ráðist aftan að honum á heimili móður mannsins. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Dómari í máli Árna Gils Hjaltasonar sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps féllst á kröfu saksóknara um að þinghald skyldi vera lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni um átök hans og annars manns við Leifasjoppu í dag. Konan var sögð óttaslegin og að viðvera fólks í salnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Árni og verjandi hans fengu að vera viðstaddir vitnisburð konunnar en föður Árna og systur, blaðamanni Vísis og öðrum áhlýðendum var vísað úr dómsal samkvæmt ákvörðun Barböru Björnsdóttur, dómara. Málið varðar átök Árna við mann við Leifasjoppu í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði og var Árni ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þess. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota en Hæstiréttur vísaði hnífstungumálinu aftur heim í hérað í desember árið 2017. Það er nú tekið fyrir af fjölskipuðum héraðsdómi. Konan sem bar vitni í dag var þáverandi vinkona Árna en í framburði hans á þriðjudag kom fram að þau hefði einnig átt í kynferðislegu sambandi. Þau væru ekki vinir lengur eftir atvikið. Árni var að skila bíl konunnar til hennar við Leifasjoppu þegar í brýnu sló á milli hans og manns sem var með konunni. Vitni sem komu fyrir dóminn á þriðjudag sögðu að konan hefði beðið manninn sem varð fyrir stungusári um að fylgja sér til móts við Árna þar sem hún óttaðist hann í því ástandi sem hann væri þá í. Maðurinn fullyrti fyrir dómnum á þriðjudag að Árni hefði ráðist á hann. Þegar hann hafi ætlað að standa upp hafi hann fundið mikið högg aftan á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Árni hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði sjálfur komið með hnífinn og ógnað sér. Hann hafi þurft að verja líf sitt og yfirbuga manninn. Þeir hafi fallið í jörðina en hann hafi ekki orðið var við að blætt hafi úr manninum. Maðurinn útilokaði það ekki fyrir dómi að hnífurinn hefði verið í buxunum hans og dottið úr þeim í átökunum. Fleiri vitni báru um að hann hefði farið með hnífinn út til móts við Árna. Á meðal annarra vitna sem eiga að koma fyrir dóminn í dag er maður sem Árni viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðjudag að hafa lent í átökum við fyrr um kvöldið sem árásin átti sér stað. Bar hann vitni um að hafa þurft að verja sig með hafnaboltakylfu fyrir manninum sem var vopnaður hnífi. Það hafi verið vegna ágreinings þar sem Árni taldi manninn hafa stolið frá sér. Maðurinn sem hlaut stungusárið við Leifasjoppu sagðist aftur á móti hafa heyrt frá manninum sem Árni átti í átökum við að Árni hafi ráðist aftan að honum á heimili móður mannsins.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent