Trump kynntar mögulegar árásir gegn Íran í dag Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 11:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu í dag færa Donald Trump, forseta, áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir eða annars konar aðgerðir gegn Íran. Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni. Kynning á valkostum Trump mun fara fram á fundi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í dag. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í gær að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.Sjá einnig: „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á ÍranAðgerðir Bandaríkjanna gætu ekki falið í sér hefðbundnar hernaðaraðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Viðbrögðin gætu falið í sér efnahagsaðgerðir, pólitískar aðgerðir eða jafnvel tölvuárásir.Meðal annars er talið mögulegt að Bandaríkin gætu hjálpað Sádum að bæta loftvarnir sínar til norðurs. Eins og staðan er í dag er loftvörnum þeirra að mestu beint til suðurs vegna eldflaugaárása frá Jemen. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Þá segja Sádar og Bandaríkjamenn að drónunum og eldflaugunum sem notaðar voru til árásarinnar hafi verið flogið að norðan. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu í dag færa Donald Trump, forseta, áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir eða annars konar aðgerðir gegn Íran. Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni. Kynning á valkostum Trump mun fara fram á fundi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í dag. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í gær að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.Sjá einnig: „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á ÍranAðgerðir Bandaríkjanna gætu ekki falið í sér hefðbundnar hernaðaraðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Viðbrögðin gætu falið í sér efnahagsaðgerðir, pólitískar aðgerðir eða jafnvel tölvuárásir.Meðal annars er talið mögulegt að Bandaríkin gætu hjálpað Sádum að bæta loftvarnir sínar til norðurs. Eins og staðan er í dag er loftvörnum þeirra að mestu beint til suðurs vegna eldflaugaárása frá Jemen. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Þá segja Sádar og Bandaríkjamenn að drónunum og eldflaugunum sem notaðar voru til árásarinnar hafi verið flogið að norðan. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða.
Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira