Netverslun með áfengi lýðheilsumál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. september 2019 06:45 Arnar Sigurðsson vínkaupmaður í Sante. Arnar Sigurðsson, sem rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi, fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í mars. Er það í samræmi við nýjar Evróputilskipanir um jafnræði neytenda eftir búsetu. „Fáar vörur henta betur til netverslunar en áfengi,“ segir Arnar og segir jafnframt að þetta hljóti að vera lýðheilsumál, rétt eins og jafnréttismál. Nefnir hann að í Fríhöfninni sé áfengi vel sýnilegt í kringum sælgæti og leikföng. „Netverslun er ekki í andlitinu á neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla,“ segir hann. Með netverslun sé hægt að koma mun meiri upplýsingum, um þrúgur, dóma sérfræðinga og fleira, til neytandans en hægt er að gera með límmiða á flösku. Nú þegar eru tvær netverslanir starfræktar, vinbudin.is og dutyfree.is, og telur Arnar engan skaða af því ef fleiri innlendir aðilar mættu opna slíkar síður og Íslendingum standi nú þegar til boða þúsundir erlendra netverslana. Hann segir netverslun umhverfisvæna, tímasparandi og henta sérstaklega vel fyrir fatlaða og aldraða. „Netverslun er ekki aðeins framtíðarformið heldur nútímans einnig.“ Aðspurður um hvort hið fyrirhugaða frumvarp sé vísbending um frekari frjálsræði á íslenskum áfengismarkaði segir Arnar það ekki endilega vera raunina. Fólk sé almennt íhaldssamt. „Þetta mál minnir mig á umræðuna um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Rúmlega 60 prósent þjóðarinnar voru á móti Hvalfjarðargöngunum en af þeim sem voru á móti ætluðu 30 prósent að nota þau engu að síður,“ segir hann. Á sínum tíma stefndi Arnar ríkinu vegna einokunarverslunar með áfengi en hann selur ekki sínar vörur í verslunum ÁTVR. Samkvæmt þeim víninnflytjendum sem Fréttablaðið hefur rætt við getur það reynst erfitt fyrir smærri aðila að koma vörum sínum að hjá ÁTVR. „Það getur engin verslun með hillupláss boðið öllum upp á allt,“ segir Arnar. „Svo er hinu opinbera vorkunn að þurfa að velja vel. Þetta er nánast óendanlegt úrval og það krefst bæði sérfræðiþekkingar og reynslu.“ Arnar segir að opnun á netverslun með áfengi þýði ekki að loka þyrfti ÁTVR og vísar aftur í Hvalfjarðargöngin í því samhengi. „Eftir að göngin voru opnuð gat fólk samt sem áður eytt klukkutíma og bensíni í að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um að neytendur hafi valkost,“ segir hann.Brennivínið brennur á þingmönnum Auk fyrirhugaðs frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í gegnum netverslanir liggja tvö önnur frumvörp um áfengismál fyrir á þinginu. Er það annars vegar frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þór Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali við opnun nýrra áfengisverslana. Er nefnt að ÁTVR hafi hingað til haft fullt frelsi til að ákveða staðarval og að ekki hafi ríkt sátt um það. Til dæmis í Garðabæ þar sem ÁTVR lokaði verslun í miðbænum og opnaði aðra í Kauptúni gegn vilja bæjarstjórnar. Hins vegar er það frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar og fleiri þingmanna Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Er þar tíundað að heimabrugg sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og að lítill vilji sé til þess að tekið sé á brotum á þessari löggjöf. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Arnar Sigurðsson, sem rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi, fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í mars. Er það í samræmi við nýjar Evróputilskipanir um jafnræði neytenda eftir búsetu. „Fáar vörur henta betur til netverslunar en áfengi,“ segir Arnar og segir jafnframt að þetta hljóti að vera lýðheilsumál, rétt eins og jafnréttismál. Nefnir hann að í Fríhöfninni sé áfengi vel sýnilegt í kringum sælgæti og leikföng. „Netverslun er ekki í andlitinu á neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla,“ segir hann. Með netverslun sé hægt að koma mun meiri upplýsingum, um þrúgur, dóma sérfræðinga og fleira, til neytandans en hægt er að gera með límmiða á flösku. Nú þegar eru tvær netverslanir starfræktar, vinbudin.is og dutyfree.is, og telur Arnar engan skaða af því ef fleiri innlendir aðilar mættu opna slíkar síður og Íslendingum standi nú þegar til boða þúsundir erlendra netverslana. Hann segir netverslun umhverfisvæna, tímasparandi og henta sérstaklega vel fyrir fatlaða og aldraða. „Netverslun er ekki aðeins framtíðarformið heldur nútímans einnig.“ Aðspurður um hvort hið fyrirhugaða frumvarp sé vísbending um frekari frjálsræði á íslenskum áfengismarkaði segir Arnar það ekki endilega vera raunina. Fólk sé almennt íhaldssamt. „Þetta mál minnir mig á umræðuna um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Rúmlega 60 prósent þjóðarinnar voru á móti Hvalfjarðargöngunum en af þeim sem voru á móti ætluðu 30 prósent að nota þau engu að síður,“ segir hann. Á sínum tíma stefndi Arnar ríkinu vegna einokunarverslunar með áfengi en hann selur ekki sínar vörur í verslunum ÁTVR. Samkvæmt þeim víninnflytjendum sem Fréttablaðið hefur rætt við getur það reynst erfitt fyrir smærri aðila að koma vörum sínum að hjá ÁTVR. „Það getur engin verslun með hillupláss boðið öllum upp á allt,“ segir Arnar. „Svo er hinu opinbera vorkunn að þurfa að velja vel. Þetta er nánast óendanlegt úrval og það krefst bæði sérfræðiþekkingar og reynslu.“ Arnar segir að opnun á netverslun með áfengi þýði ekki að loka þyrfti ÁTVR og vísar aftur í Hvalfjarðargöngin í því samhengi. „Eftir að göngin voru opnuð gat fólk samt sem áður eytt klukkutíma og bensíni í að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Þetta snýst fyrst og fremst um að neytendur hafi valkost,“ segir hann.Brennivínið brennur á þingmönnum Auk fyrirhugaðs frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í gegnum netverslanir liggja tvö önnur frumvörp um áfengismál fyrir á þinginu. Er það annars vegar frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þór Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali við opnun nýrra áfengisverslana. Er nefnt að ÁTVR hafi hingað til haft fullt frelsi til að ákveða staðarval og að ekki hafi ríkt sátt um það. Til dæmis í Garðabæ þar sem ÁTVR lokaði verslun í miðbænum og opnaði aðra í Kauptúni gegn vilja bæjarstjórnar. Hins vegar er það frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar og fleiri þingmanna Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Er þar tíundað að heimabrugg sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og að lítill vilji sé til þess að tekið sé á brotum á þessari löggjöf.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira