Var gripinn glóðvolgur við að leka hernaðarleyndarmálum til fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 9. október 2019 20:30 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunni í dag. Getty/Wong Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger. Bandaríkin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger.
Bandaríkin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira