Telja heilatengda sjónskerðingu vangreinda hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 18:45 Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. Heilatengd sjónskerðing er ekki hin venjulega blinda. Hún getur verið mismundandi eftir einstaklingum og mismundandi eftir hvaða þættir valda erfiðleikum. Veikindi, þreyta eða álag geta haft áhrif. Einkenni heilatengdrar sjónskerðingar geta verið margskonar, eins og óvenjulegar augnhreyfingar, sjónsvið getur verið takmarkað, erfiðleikar með að þekkja hluti og svo framvegis. Hjalti Sigurðsson og Dagbjört Andrésdóttir eru bæði með heilatengda sjónskerðingu. Ekki er alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar greinast slíka sjónskerðingu.Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi hjá Blindrafélaginu.Vísir/Jóhann K.Ýmsar ástæður fyrir heilatengdri sjónskerðingu „Heilatengd sjónskerðing getur bæði verið meðfædd, ef það kemur eitthvað fyrir á meðgöngu eða í fæðingu og síðan getur fólk orðið fyrir heilaskaða, fengið höfuðhögg eða orðið fyrir heilablóðfalli. Ástæðurnar eru ansi margar og í rauninni ekkert þekkt, allt sem gæti verið tengt þessu,“ segir Hjalti. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, standa fyrir málþingi á morgun til þess að vekja athygli á heilatengdri sjónskerðingu eða CIV eins og hún kallast. Þar munu bæði Hjalti og Dagbjört miðla af reynslu sinni. „Þetta er voða mikill dagamunur. Það er samt mikilvægt að koma því fram að sjónskerðingin breytist ekki dag frá degi, heldur er það dagsformið sem að breytir því hvernig heilinn túlkar sjónina,“ segir Dagbjört. Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu. Hún sér ekki niður fyrir sig og illa til hliðar.Vísir/Jóhann K.Tók meira en tuttugu ár að fá greiningu Í tilviki Dagbjartar tók það hana tuttugu og fjögur ár að fá greiningu en allt sem hún sér í beinni sjónlínu er í fókus en hún sér ekki niður fyrir sig og lítið til hliðanna. „Þetta er svolítið eins og að setja rúllu af klósettpappír fyrir augun,“ segir Dagbjört. Hjalti og Dagbjört segja sjónskerðingu sem þessa verulega vangreinda á Íslandi. „Fólk er auðvitað alltaf að verða meðvitaðra um það. Það hafa stór skref verið stigin síðustu ár, til dæmis hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð þar sem verið er að vinna með börnum sem eru með heilatengda sjónskerðingu. En við erum samt sem áður að taka bara fyrstu skrefin,“ segir Hjalti. Heilbrigðismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. Heilatengd sjónskerðing er ekki hin venjulega blinda. Hún getur verið mismundandi eftir einstaklingum og mismundandi eftir hvaða þættir valda erfiðleikum. Veikindi, þreyta eða álag geta haft áhrif. Einkenni heilatengdrar sjónskerðingar geta verið margskonar, eins og óvenjulegar augnhreyfingar, sjónsvið getur verið takmarkað, erfiðleikar með að þekkja hluti og svo framvegis. Hjalti Sigurðsson og Dagbjört Andrésdóttir eru bæði með heilatengda sjónskerðingu. Ekki er alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar greinast slíka sjónskerðingu.Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi hjá Blindrafélaginu.Vísir/Jóhann K.Ýmsar ástæður fyrir heilatengdri sjónskerðingu „Heilatengd sjónskerðing getur bæði verið meðfædd, ef það kemur eitthvað fyrir á meðgöngu eða í fæðingu og síðan getur fólk orðið fyrir heilaskaða, fengið höfuðhögg eða orðið fyrir heilablóðfalli. Ástæðurnar eru ansi margar og í rauninni ekkert þekkt, allt sem gæti verið tengt þessu,“ segir Hjalti. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, standa fyrir málþingi á morgun til þess að vekja athygli á heilatengdri sjónskerðingu eða CIV eins og hún kallast. Þar munu bæði Hjalti og Dagbjört miðla af reynslu sinni. „Þetta er voða mikill dagamunur. Það er samt mikilvægt að koma því fram að sjónskerðingin breytist ekki dag frá degi, heldur er það dagsformið sem að breytir því hvernig heilinn túlkar sjónina,“ segir Dagbjört. Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu. Hún sér ekki niður fyrir sig og illa til hliðar.Vísir/Jóhann K.Tók meira en tuttugu ár að fá greiningu Í tilviki Dagbjartar tók það hana tuttugu og fjögur ár að fá greiningu en allt sem hún sér í beinni sjónlínu er í fókus en hún sér ekki niður fyrir sig og lítið til hliðanna. „Þetta er svolítið eins og að setja rúllu af klósettpappír fyrir augun,“ segir Dagbjört. Hjalti og Dagbjört segja sjónskerðingu sem þessa verulega vangreinda á Íslandi. „Fólk er auðvitað alltaf að verða meðvitaðra um það. Það hafa stór skref verið stigin síðustu ár, til dæmis hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð þar sem verið er að vinna með börnum sem eru með heilatengda sjónskerðingu. En við erum samt sem áður að taka bara fyrstu skrefin,“ segir Hjalti.
Heilbrigðismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira