Auðlindagjald hamlar þekkingariðnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. október 2019 07:30 Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun