Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. október 2019 20:15 Ilmur stofnaði fyrirtækið Maur.is þegar dóttir hennar var sjö mánaða gömul og hún ófrísk af öðru barni sínu. Aðsend mynd „Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu, á síðasta ári. Ilmur segir einlægt frá reynslu sinni af meðgöngu, fæðingu og hvernig það er að vera ólétt með ungabarn í fyrirtækjarekstri.1. Nafn?Ilmur Eir Sæmundsdóttir.2. Aldur?Big thirty í desember, Vó!3. Númer hvað er þessi meðganga?Meðganga númer tvö á innan við tveimur árum.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk í fyrra skiptið?Ég var búin að vera með ólýsanlega þreytu í nokkra daga alveg sama hvað ég svaf mikið, ég gat alltaf sofið meira. Daginn sem mig langaði ekki í sveittan skyndibitamat heldur í ferskt salat þá leyst kærastanum ekkert á mig og okkur grunaði að það væri nú eitthvað í gangi.5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Fyrri meðgangan: Endalaust þreytt, lystarlaus en annars þokkalega hress.Núna: Ennþá meira þreytt enda var Valkyrja María stelpan okkar einungis 8 mánaða orkubolti sem var ekki komin með dagmömmu- eða leikskólapláss og ég var heima með hana. Einnig fékk ég mjög mikla ógleði á þessari meðgöngu og fannst mér í raun „first trimester“ aldrei ætla að enda.6. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna/meðgöngurnar?Það sem mér finnst óþægilegast við það að vera ólétt er að kunna ekki alveg á tilfinningar mínar. Stundum verð ég leið eða pirruð útaf engu og það er ekkert voðalega gaman að geta ekki útskýrt afhverju manni líður eins og manni líður. Sem betur fer held ég að ég sé alls ekki svo slæm, en kannski er það óléttan sem talar, haha!7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar?Í fyrra skiptið fannst mér öll meðgangan miklu minna mál. Núna er maður jú með lítið barn sem vill láta halda á sér OG ég stofnaði verktaka- og fyrirtækjaleitarvefinn Maur.is í nóvember þannig að ég reyni að vinna eins og ég get alla daga. Ég er samt oftast orðin buguð af þreytu seinnipart dags og þarf að passa mig enda fyrirvaraverkirnir orðnir ansi slæmir. Ég var búin að hlakka til að verða ólétt aftur og ætlaði ég sko aldeilis að njóta í botn enda langar okkur ekki í fleiri börn svo þetta er væntanlega mín síðasta meðganga. En því miður er þessi meðganga bara að reynast mun erfiðari en sú fyrri.Ég var nýlega greind með meðgöngusykursýki og þarf að passa mataræðið. Einnig er ég byrjuð að fá grindargliðnun og svo mældist ég járnlítil í síðustu skoðun svo nú þarf ég að fá járn í æð. Meðgangan getur verið svo falleg og skemmtileg eins og sú fyrri var en svo getur hún líka tekið líkamlega og andlega á eins og þessi er að gera.8. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Rosalega vel. Bæði ég og kærasti minn erum orðlaus yfir því hvað við höfum bara fengið frábærar ljósmæður og er sá stuðningur ómetanlegur, hvað þá á fyrstu meðgöngu þegar maður er algjörlega týndur. 9. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna?Já, við fórum í fæðingarfræðslu hjá 9 mánuðum sem var fróðlegt og mæli ég með því.10. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Biðin og það að heyra endalaust hvað maður sé stór.Það er eins og konur, aðallega, séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig. Þær horfa á mann stórum augum og segja „VÁ, það getur nú ekki verið langt í þennan bumbubúa?“ Maður hugsar með sér; „Takk en ég á þrjá mánuði eftir.“ Og það að spyrja hvort það sé ekki pottþétt bara eitt þarna inni, hvað er það? Það finnst engum gaman að heyra hversu stór maður er.11. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ég ætla ekki að ljúga, allt dekrið í kringum hana. Að hafa „afsökun“ til þess að biðja aðeins oftar um nudd frá makanum eða að skreppa út í búð að kaupa ís. 12. Rann á þig eitthvað matar-æði? (craving)Nei ekkert á fyrri en núna á seinni meðgöngunni kom smá æði. Ég er ekki með matar-æði heldur lyktar-æði. Ég er venjulega ekki með mikið lyktarskyn en núna finn ég allar lyktir og ég er spritt sjúk! Spritt, bensín (glatað að vera á dísel bíl með svoleiðis craving, það er bara ekki sama lykt!) og ilmvatn kærasta míns.13. Hver er algengasta spurningin sem þú færð/fékkst á meðgöngunni?Ætli það sé ekki „VÁ hvenær áttu að eiga?“ 14. Hvernig gekk fæðingin?Ég missi vatnið rétt fyrir fjögur aðfaranótt föstudags og er þá sofandi uppí rúmi. Ég stekk á fætur og hleyp inn á bað, ég hef aldrei séð kærasta minn bregðast jafn hratt við en hann náði að henda lakinu af rúminu svo að ekkert færi í glænýju dýnuna sem við vorum nýbúin kaupa, haha!(Kaupa pissulak ladies og setja á rúmið, hentugt bæði fyrir svona atvik og svo líka ef barnið skyldi pissa eða æla í rúmið ykkar).Ég hringi upp á deild og þær segja mér að reyna sofa meira og hringja aftur þegar verkirnir eru orðnir reglulegir. Hver getur lagt sig aftur þegar maður er búin að missa vatnið með fyrsta barn? Ég var svo spennt og stressuð að það var ekki fræðilegur að ég myndi sofna aftur. Kærasti minn heldur áfram að sofa og ég fer fram, fljótlega eftir það byrja verkirnir. Þeir voru vondir en ekki reglulegir. Þegar klukkan er um þrjú á föstudeginum þá fara verkirnir að vera óbærilegir og við förum uppá deild. Ég var einungis með þrjá til fjóra í útvíkkun og ætluðu þær að senda mig heim aftur en sáu svo á mér hvað verkirnir voru miklir svo við fengum að koma okkur fyrir á fæðingarstofu. Ég fékk nálar í bakið og fór í bað. Fljótlega tók við óstjórnleg rembingsþörf en ég var með alltof litla útvíkkun til að mega byrja rembast svo að ég fór upp úr baðinu og ég bað um mænudeyfingu.Svæfingalæknir mætir og stungan lendir í taug, Áiiiii! Svo er stungið aftur en klukkutíma seinna er greinilegt að mænudeyfingin er ekki að virka. Annar svæfingarlæknir kemur og það er stungið nokkrum sinnum en því miður virkaði mænudeyfingin aldrei. Nú voru ljósurnar eitthvað farnar að spá afhverju gengi svona illa og fengið var inn sónartæki til að skoða stöðuna á barninu, framhöfuðstaða! Það var ákveðið að prufa að halda áfram áður en gripið væri til sogklukku til að reyna að snúa barninu. Þetta endaði svo í rúmum þremur tímum af rembing en ég fæddi að lokum án inngripa klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Ég er mjög stolt af sjálfri mér í dag.15. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Léttir! Að fæðingunni skuli vera lokið og vera komin með hana í fangið var besta tilfinning í heimi. Ég var svo blinduð af ást og kæruleysi að ég tók ekki einu sinni eftir því að hún fór ekki strax að gráta, kærastinn minn stóð í panikki og þorði varla að anda því hann var ekki viss hvort allt væri í lagi. En svo kom gráturinn. Ég tók heldur ekki eftir því að hún var með svakalegt conehead útaf stöðunni sem hún var í. Þegar ég skoðaði myndir seinna meir fékk ég smá sjokk.16. Fenguð þið að vita kynið?Já við fórum í sónar hjá 9 mánuðum til að vita kynið áður en við fórum í verslunarferð til London. Ég var viss um að þetta væri stelpa og langaði rosalega í stelpu, kannski aðallega til að geta keypt fullt af rjómabollukjólum. Núna eigum við von á strák.17. Fannst ykkur erfitt að velja nafn?Með fyrra barn vorum við búin að ákveða nafnið mjög snemma. Ég var að lesa yfir samþykkt nöfn hjá mannanafnanefnd sem mér fannst skondin og las svo upp Valkyrja fyrir kærasta minn og við vorum bæði alveg „hmm, frekar töff nafn“. Svo ræddum við það ekkert meir nema nokkrum dögum seinna segist hann ekki geta gleymt þessu nafni. Ég var á nákvæmlega sama stað, þar með var bara ekki aftur snúið. Kærasti minn vissi líka alltaf að ef við myndum eignast stelpu þá vildi ég 100% skíra í höfuðið á mömmu minni sem er mín stærsta fyrirmynd og besta vinkona en hún heitir María. Þannig varð Valkyrja María ákveðið. Við erum svo gott sem komin með nafn á drenginn sem við erum að bíða eftir, ég er bara aðeins meira óákveðin í þetta sinn. 18. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar?Mér finnst vanta umræðu um það hvað gerist eftir fæðinguna. Ég gat ekki gengið í næstum viku og að fara á klósettið var mín versta martröð margar vikur eftir fæðinguna. Mér finnst líka að það ætti að vera skylda að allir sem eiga von á barni fái einhversskonar skyndihjálparkennslu því skyndihjálp er öðruvísi fyrir ungabörn en fullorðna. Við lentum í því fyrsta kvöldið þegar við vorum komin heim að ég er inni í rúmi að gefa og kærasti minn er frammi.Þá finn ég að hún hættir að sjúga og ég lít niður þá er hún fjólublá í framan og er með gapandi munn sem varð fjólublár líka. Hún var ekki að anda. Ég kalla á kærasta minn og segi að það sé eitthvað að, ég er í algjöru paniki og frýs. Hann kemur hlaupandi inn tekur hana, snýr við og ýtir hressilega á bakið hennar (hann hefur sem sagt tekið skyndihjálparnámskeið en ekki ég). Hún hrekkur upp og vill bara halda áfram að drekka eins og ekkert hafi gerst, enginn grátur, ekki neitt. Ég var ein taugahrúga, grét alla nóttina, svaf ekki heldur fylgdist bara með henni. Svo þegar við minntumst á þetta við lækna og hjúkrunafræðing þá er þetta víst ekkert óalgengt. Það hefði verið gott að vita það fyrr.19. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið?Guð, við versluðum rosalega mikið áður en Valkyrja kom í heiminn en gerðum okkur fljótt grein fyrir því að maður notar ekki ¼ af þessu,haha!Hvað varðar merkjavörur og svoleiðis þá finnst mér margt full langt gengið enda vaxa þessir krakkar uppúr flíkunum á núll einni. Mér finnst frábært hvað fólk er duglegt að nýta sér Barnaloppuna og sölusíður á Facebook. Það helsta sem barnið þarf ert þú, umhyggjan og hlýjan sem fylgir þér, allt hitt er aukaatriði.20. Hvernig gekk brjóstagjöfin ef þú varst með hana á brjósti?Brjóstagjöfin gekk vel. Ég reyndar gerði þau mistök að setja óvísvitandi oftar á annað brjóstið þannig að ég var með þrefalt stærra brjóst öðru megin ansi lengi. Hún byrjaði að borða mauk um sex til sjö mánaða og þá missti hún áhugann á brjóstinu sem var svo sem bara allt í góðu mín vegna.21. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman?Það hefur breytt hellings, maður gleymir stundum að taka frá tíma bara fyrir okkur. En mér finnst það líka hafa bara styrkt sambandið, við erum mjög heppin með það að við erum þokkalega sammála hvað varðar uppeldi og við höfum alltaf verið hrikalega opin hvort við annað (kannski stundum of).Við tölum um tilfinningarnar okkar og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt. Stundum langar manni líka bara í „me-time“ og það þarf að virða það.22. Nú ertu á þinni annari meðgöngu og með ungabarn, hvernig tókstu á við þær fréttir?Við vorum fljótt sammála um að okkur langaði í annað barn og helst sem fyrst. Við ætlum bara að eignast tvö börn og vildum hafa stutt á milli. Svo veit maður aldrei hvort maður sé það heppin að geta orðið ólétt aftur eða ekki svo við ákváðum að byrja aftur snemma. Það tók nú ekki margar tilraunir og komumst við að því að ég væri ólétt þegar ég var einungis komin um 2 vikur á leið. Ég fann bara strax eitthvað breytast í líkama mínum, tók próf þá komin rétt yfir 1 viku en það var neikvætt. Svo beið ég í nokkra daga og þá kom jákvætt. Við vorum rosalega hamingjusöm og þakklát fyrir hvað þetta gekk hratt fyrir sig enda algjör forréttindi að geta átt börn.23. Hvernig er að vera með ungabarn og ófrísk? Það er challenge. Ég veit í raun ekki hvað ég myndi gera ef hún væri ekki byrjuð á leikskóla. Ég er alltaf heima að vinna í Maur.is og fæ þannig smá „hvíld“ en þegar hún kemur af leikskólanum þá býst hún oft við fjöri og leik. Því miður er líkami minn bara kominn á þann stað að ég fæ samdrætti og verki við það eitt að taka úr uppþvottavélinni, hvað þá að skríða um gólf og leika með bolta eða fara á róló.Ég fæ samviskubit yfir því á hverjum degi hvað ég get ekki verið mikið aktív með henni en sem betur fer er kærasti minn svakalegur orkubolti og aldrei hef ég kynnst neinum sem nennir jafn mikið að leika, hann er án efa besti pabbi í heimi að mínu mati. Enda biður hún oft bara um pabba þegar við erum komnar heim sem getur oft stungið svolítið í hjartað, en ég veit að það er bara því ég er ekki með jafn skemmtilega leiki og hann haha. Ég fæ meira að sjá um kósýdeildina, lesa bækur og pússla.24. Hvernig leggst fæðingin í þig? Ég er mikið að reyna „pollýanna“ mig í gang! Ég er búin að hitta fæðingarlækni og svæfingalækni til að fara yfir fyrri fæðinguna, ástæðuna fyrir því að mænudeyfingin virkaði ekki, hvað er hægt að gera ef barnið er aftur í framhöfuðstöðu og fleira í þeim dúr. En í raun getur maður bara aldrei vitað hvernig þetta mun ganga. Mér er sagt að í langflestum tilvikum gengur seinni fæðing miklu miklu betur og er ég að reyna hughreysta mig við það. Ég hlakka bara til að fá hann í fangið og klára þetta.25. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra?Maður getur aldrei spurt of mikið. Þú skalt alltaf hlusta á innsæið þitt og frekar fylgja því eftir en að bíða og sjá. Einnig að reyna vera sem mest opin hvað varðar tilfinningar þínar og andlega líðan. Makinn þinn getur ekki vitað hvernig þér líður eða hvað þú ert að ganga í gegnum nema þú segir frá og lætur vita. Makamál þakka Ilmi kærlega fyrir svörin og óska henni og fjölskyldunni góðs gengis á lokametrunum en drengurinn er væntanlegur núna í nóvember. Móðurmál Tengdar fréttir Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður "Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið svo yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt,“ segir Gestur Pálsson sem er fyrsti viðmælandi Makamála í nýjum viðtalslið sem ber nafnið Föðurland. 1. október 2019 13:15 Spurning vikunnar: Kyssir þú makann þinn góða nótt? Þegar mesta spennan er horfin úr samböndum eftir lostafulla siglingu á bleika skýinu byrjar fólk smátt og smátt að koma sér vel fyrir í þægindarrammanum. En hvað með hinn heilaga góða-nótt koss? 4. október 2019 08:00 Einhleypan: Sesar A, vel uppalinn, vel máli farinn Eyjólfur B. Eyvindarson, betur þekktur sem rapparinn Sesar A, er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sesar hefur í gegnum tíðina skapað sér nafn sem tónlistarmaður og rappari en þess má geta að hann er eldri bróðir Erps Eyvindarsonar. 2. október 2019 21:30 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fyrsta blikið: „Þú gætir verið að lýsa mér“ Makamál Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu, á síðasta ári. Ilmur segir einlægt frá reynslu sinni af meðgöngu, fæðingu og hvernig það er að vera ólétt með ungabarn í fyrirtækjarekstri.1. Nafn?Ilmur Eir Sæmundsdóttir.2. Aldur?Big thirty í desember, Vó!3. Númer hvað er þessi meðganga?Meðganga númer tvö á innan við tveimur árum.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk í fyrra skiptið?Ég var búin að vera með ólýsanlega þreytu í nokkra daga alveg sama hvað ég svaf mikið, ég gat alltaf sofið meira. Daginn sem mig langaði ekki í sveittan skyndibitamat heldur í ferskt salat þá leyst kærastanum ekkert á mig og okkur grunaði að það væri nú eitthvað í gangi.5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Fyrri meðgangan: Endalaust þreytt, lystarlaus en annars þokkalega hress.Núna: Ennþá meira þreytt enda var Valkyrja María stelpan okkar einungis 8 mánaða orkubolti sem var ekki komin með dagmömmu- eða leikskólapláss og ég var heima með hana. Einnig fékk ég mjög mikla ógleði á þessari meðgöngu og fannst mér í raun „first trimester“ aldrei ætla að enda.6. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna/meðgöngurnar?Það sem mér finnst óþægilegast við það að vera ólétt er að kunna ekki alveg á tilfinningar mínar. Stundum verð ég leið eða pirruð útaf engu og það er ekkert voðalega gaman að geta ekki útskýrt afhverju manni líður eins og manni líður. Sem betur fer held ég að ég sé alls ekki svo slæm, en kannski er það óléttan sem talar, haha!7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar?Í fyrra skiptið fannst mér öll meðgangan miklu minna mál. Núna er maður jú með lítið barn sem vill láta halda á sér OG ég stofnaði verktaka- og fyrirtækjaleitarvefinn Maur.is í nóvember þannig að ég reyni að vinna eins og ég get alla daga. Ég er samt oftast orðin buguð af þreytu seinnipart dags og þarf að passa mig enda fyrirvaraverkirnir orðnir ansi slæmir. Ég var búin að hlakka til að verða ólétt aftur og ætlaði ég sko aldeilis að njóta í botn enda langar okkur ekki í fleiri börn svo þetta er væntanlega mín síðasta meðganga. En því miður er þessi meðganga bara að reynast mun erfiðari en sú fyrri.Ég var nýlega greind með meðgöngusykursýki og þarf að passa mataræðið. Einnig er ég byrjuð að fá grindargliðnun og svo mældist ég járnlítil í síðustu skoðun svo nú þarf ég að fá járn í æð. Meðgangan getur verið svo falleg og skemmtileg eins og sú fyrri var en svo getur hún líka tekið líkamlega og andlega á eins og þessi er að gera.8. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Rosalega vel. Bæði ég og kærasti minn erum orðlaus yfir því hvað við höfum bara fengið frábærar ljósmæður og er sá stuðningur ómetanlegur, hvað þá á fyrstu meðgöngu þegar maður er algjörlega týndur. 9. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna?Já, við fórum í fæðingarfræðslu hjá 9 mánuðum sem var fróðlegt og mæli ég með því.10. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Biðin og það að heyra endalaust hvað maður sé stór.Það er eins og konur, aðallega, séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig. Þær horfa á mann stórum augum og segja „VÁ, það getur nú ekki verið langt í þennan bumbubúa?“ Maður hugsar með sér; „Takk en ég á þrjá mánuði eftir.“ Og það að spyrja hvort það sé ekki pottþétt bara eitt þarna inni, hvað er það? Það finnst engum gaman að heyra hversu stór maður er.11. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ég ætla ekki að ljúga, allt dekrið í kringum hana. Að hafa „afsökun“ til þess að biðja aðeins oftar um nudd frá makanum eða að skreppa út í búð að kaupa ís. 12. Rann á þig eitthvað matar-æði? (craving)Nei ekkert á fyrri en núna á seinni meðgöngunni kom smá æði. Ég er ekki með matar-æði heldur lyktar-æði. Ég er venjulega ekki með mikið lyktarskyn en núna finn ég allar lyktir og ég er spritt sjúk! Spritt, bensín (glatað að vera á dísel bíl með svoleiðis craving, það er bara ekki sama lykt!) og ilmvatn kærasta míns.13. Hver er algengasta spurningin sem þú færð/fékkst á meðgöngunni?Ætli það sé ekki „VÁ hvenær áttu að eiga?“ 14. Hvernig gekk fæðingin?Ég missi vatnið rétt fyrir fjögur aðfaranótt föstudags og er þá sofandi uppí rúmi. Ég stekk á fætur og hleyp inn á bað, ég hef aldrei séð kærasta minn bregðast jafn hratt við en hann náði að henda lakinu af rúminu svo að ekkert færi í glænýju dýnuna sem við vorum nýbúin kaupa, haha!(Kaupa pissulak ladies og setja á rúmið, hentugt bæði fyrir svona atvik og svo líka ef barnið skyldi pissa eða æla í rúmið ykkar).Ég hringi upp á deild og þær segja mér að reyna sofa meira og hringja aftur þegar verkirnir eru orðnir reglulegir. Hver getur lagt sig aftur þegar maður er búin að missa vatnið með fyrsta barn? Ég var svo spennt og stressuð að það var ekki fræðilegur að ég myndi sofna aftur. Kærasti minn heldur áfram að sofa og ég fer fram, fljótlega eftir það byrja verkirnir. Þeir voru vondir en ekki reglulegir. Þegar klukkan er um þrjú á föstudeginum þá fara verkirnir að vera óbærilegir og við förum uppá deild. Ég var einungis með þrjá til fjóra í útvíkkun og ætluðu þær að senda mig heim aftur en sáu svo á mér hvað verkirnir voru miklir svo við fengum að koma okkur fyrir á fæðingarstofu. Ég fékk nálar í bakið og fór í bað. Fljótlega tók við óstjórnleg rembingsþörf en ég var með alltof litla útvíkkun til að mega byrja rembast svo að ég fór upp úr baðinu og ég bað um mænudeyfingu.Svæfingalæknir mætir og stungan lendir í taug, Áiiiii! Svo er stungið aftur en klukkutíma seinna er greinilegt að mænudeyfingin er ekki að virka. Annar svæfingarlæknir kemur og það er stungið nokkrum sinnum en því miður virkaði mænudeyfingin aldrei. Nú voru ljósurnar eitthvað farnar að spá afhverju gengi svona illa og fengið var inn sónartæki til að skoða stöðuna á barninu, framhöfuðstaða! Það var ákveðið að prufa að halda áfram áður en gripið væri til sogklukku til að reyna að snúa barninu. Þetta endaði svo í rúmum þremur tímum af rembing en ég fæddi að lokum án inngripa klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Ég er mjög stolt af sjálfri mér í dag.15. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Léttir! Að fæðingunni skuli vera lokið og vera komin með hana í fangið var besta tilfinning í heimi. Ég var svo blinduð af ást og kæruleysi að ég tók ekki einu sinni eftir því að hún fór ekki strax að gráta, kærastinn minn stóð í panikki og þorði varla að anda því hann var ekki viss hvort allt væri í lagi. En svo kom gráturinn. Ég tók heldur ekki eftir því að hún var með svakalegt conehead útaf stöðunni sem hún var í. Þegar ég skoðaði myndir seinna meir fékk ég smá sjokk.16. Fenguð þið að vita kynið?Já við fórum í sónar hjá 9 mánuðum til að vita kynið áður en við fórum í verslunarferð til London. Ég var viss um að þetta væri stelpa og langaði rosalega í stelpu, kannski aðallega til að geta keypt fullt af rjómabollukjólum. Núna eigum við von á strák.17. Fannst ykkur erfitt að velja nafn?Með fyrra barn vorum við búin að ákveða nafnið mjög snemma. Ég var að lesa yfir samþykkt nöfn hjá mannanafnanefnd sem mér fannst skondin og las svo upp Valkyrja fyrir kærasta minn og við vorum bæði alveg „hmm, frekar töff nafn“. Svo ræddum við það ekkert meir nema nokkrum dögum seinna segist hann ekki geta gleymt þessu nafni. Ég var á nákvæmlega sama stað, þar með var bara ekki aftur snúið. Kærasti minn vissi líka alltaf að ef við myndum eignast stelpu þá vildi ég 100% skíra í höfuðið á mömmu minni sem er mín stærsta fyrirmynd og besta vinkona en hún heitir María. Þannig varð Valkyrja María ákveðið. Við erum svo gott sem komin með nafn á drenginn sem við erum að bíða eftir, ég er bara aðeins meira óákveðin í þetta sinn. 18. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar?Mér finnst vanta umræðu um það hvað gerist eftir fæðinguna. Ég gat ekki gengið í næstum viku og að fara á klósettið var mín versta martröð margar vikur eftir fæðinguna. Mér finnst líka að það ætti að vera skylda að allir sem eiga von á barni fái einhversskonar skyndihjálparkennslu því skyndihjálp er öðruvísi fyrir ungabörn en fullorðna. Við lentum í því fyrsta kvöldið þegar við vorum komin heim að ég er inni í rúmi að gefa og kærasti minn er frammi.Þá finn ég að hún hættir að sjúga og ég lít niður þá er hún fjólublá í framan og er með gapandi munn sem varð fjólublár líka. Hún var ekki að anda. Ég kalla á kærasta minn og segi að það sé eitthvað að, ég er í algjöru paniki og frýs. Hann kemur hlaupandi inn tekur hana, snýr við og ýtir hressilega á bakið hennar (hann hefur sem sagt tekið skyndihjálparnámskeið en ekki ég). Hún hrekkur upp og vill bara halda áfram að drekka eins og ekkert hafi gerst, enginn grátur, ekki neitt. Ég var ein taugahrúga, grét alla nóttina, svaf ekki heldur fylgdist bara með henni. Svo þegar við minntumst á þetta við lækna og hjúkrunafræðing þá er þetta víst ekkert óalgengt. Það hefði verið gott að vita það fyrr.19. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið?Guð, við versluðum rosalega mikið áður en Valkyrja kom í heiminn en gerðum okkur fljótt grein fyrir því að maður notar ekki ¼ af þessu,haha!Hvað varðar merkjavörur og svoleiðis þá finnst mér margt full langt gengið enda vaxa þessir krakkar uppúr flíkunum á núll einni. Mér finnst frábært hvað fólk er duglegt að nýta sér Barnaloppuna og sölusíður á Facebook. Það helsta sem barnið þarf ert þú, umhyggjan og hlýjan sem fylgir þér, allt hitt er aukaatriði.20. Hvernig gekk brjóstagjöfin ef þú varst með hana á brjósti?Brjóstagjöfin gekk vel. Ég reyndar gerði þau mistök að setja óvísvitandi oftar á annað brjóstið þannig að ég var með þrefalt stærra brjóst öðru megin ansi lengi. Hún byrjaði að borða mauk um sex til sjö mánaða og þá missti hún áhugann á brjóstinu sem var svo sem bara allt í góðu mín vegna.21. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman?Það hefur breytt hellings, maður gleymir stundum að taka frá tíma bara fyrir okkur. En mér finnst það líka hafa bara styrkt sambandið, við erum mjög heppin með það að við erum þokkalega sammála hvað varðar uppeldi og við höfum alltaf verið hrikalega opin hvort við annað (kannski stundum of).Við tölum um tilfinningarnar okkar og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt. Stundum langar manni líka bara í „me-time“ og það þarf að virða það.22. Nú ertu á þinni annari meðgöngu og með ungabarn, hvernig tókstu á við þær fréttir?Við vorum fljótt sammála um að okkur langaði í annað barn og helst sem fyrst. Við ætlum bara að eignast tvö börn og vildum hafa stutt á milli. Svo veit maður aldrei hvort maður sé það heppin að geta orðið ólétt aftur eða ekki svo við ákváðum að byrja aftur snemma. Það tók nú ekki margar tilraunir og komumst við að því að ég væri ólétt þegar ég var einungis komin um 2 vikur á leið. Ég fann bara strax eitthvað breytast í líkama mínum, tók próf þá komin rétt yfir 1 viku en það var neikvætt. Svo beið ég í nokkra daga og þá kom jákvætt. Við vorum rosalega hamingjusöm og þakklát fyrir hvað þetta gekk hratt fyrir sig enda algjör forréttindi að geta átt börn.23. Hvernig er að vera með ungabarn og ófrísk? Það er challenge. Ég veit í raun ekki hvað ég myndi gera ef hún væri ekki byrjuð á leikskóla. Ég er alltaf heima að vinna í Maur.is og fæ þannig smá „hvíld“ en þegar hún kemur af leikskólanum þá býst hún oft við fjöri og leik. Því miður er líkami minn bara kominn á þann stað að ég fæ samdrætti og verki við það eitt að taka úr uppþvottavélinni, hvað þá að skríða um gólf og leika með bolta eða fara á róló.Ég fæ samviskubit yfir því á hverjum degi hvað ég get ekki verið mikið aktív með henni en sem betur fer er kærasti minn svakalegur orkubolti og aldrei hef ég kynnst neinum sem nennir jafn mikið að leika, hann er án efa besti pabbi í heimi að mínu mati. Enda biður hún oft bara um pabba þegar við erum komnar heim sem getur oft stungið svolítið í hjartað, en ég veit að það er bara því ég er ekki með jafn skemmtilega leiki og hann haha. Ég fæ meira að sjá um kósýdeildina, lesa bækur og pússla.24. Hvernig leggst fæðingin í þig? Ég er mikið að reyna „pollýanna“ mig í gang! Ég er búin að hitta fæðingarlækni og svæfingalækni til að fara yfir fyrri fæðinguna, ástæðuna fyrir því að mænudeyfingin virkaði ekki, hvað er hægt að gera ef barnið er aftur í framhöfuðstöðu og fleira í þeim dúr. En í raun getur maður bara aldrei vitað hvernig þetta mun ganga. Mér er sagt að í langflestum tilvikum gengur seinni fæðing miklu miklu betur og er ég að reyna hughreysta mig við það. Ég hlakka bara til að fá hann í fangið og klára þetta.25. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra?Maður getur aldrei spurt of mikið. Þú skalt alltaf hlusta á innsæið þitt og frekar fylgja því eftir en að bíða og sjá. Einnig að reyna vera sem mest opin hvað varðar tilfinningar þínar og andlega líðan. Makinn þinn getur ekki vitað hvernig þér líður eða hvað þú ert að ganga í gegnum nema þú segir frá og lætur vita. Makamál þakka Ilmi kærlega fyrir svörin og óska henni og fjölskyldunni góðs gengis á lokametrunum en drengurinn er væntanlegur núna í nóvember.
Móðurmál Tengdar fréttir Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður "Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið svo yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt,“ segir Gestur Pálsson sem er fyrsti viðmælandi Makamála í nýjum viðtalslið sem ber nafnið Föðurland. 1. október 2019 13:15 Spurning vikunnar: Kyssir þú makann þinn góða nótt? Þegar mesta spennan er horfin úr samböndum eftir lostafulla siglingu á bleika skýinu byrjar fólk smátt og smátt að koma sér vel fyrir í þægindarrammanum. En hvað með hinn heilaga góða-nótt koss? 4. október 2019 08:00 Einhleypan: Sesar A, vel uppalinn, vel máli farinn Eyjólfur B. Eyvindarson, betur þekktur sem rapparinn Sesar A, er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sesar hefur í gegnum tíðina skapað sér nafn sem tónlistarmaður og rappari en þess má geta að hann er eldri bróðir Erps Eyvindarsonar. 2. október 2019 21:30 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fyrsta blikið: „Þú gætir verið að lýsa mér“ Makamál Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður "Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið svo yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt,“ segir Gestur Pálsson sem er fyrsti viðmælandi Makamála í nýjum viðtalslið sem ber nafnið Föðurland. 1. október 2019 13:15
Spurning vikunnar: Kyssir þú makann þinn góða nótt? Þegar mesta spennan er horfin úr samböndum eftir lostafulla siglingu á bleika skýinu byrjar fólk smátt og smátt að koma sér vel fyrir í þægindarrammanum. En hvað með hinn heilaga góða-nótt koss? 4. október 2019 08:00
Einhleypan: Sesar A, vel uppalinn, vel máli farinn Eyjólfur B. Eyvindarson, betur þekktur sem rapparinn Sesar A, er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sesar hefur í gegnum tíðina skapað sér nafn sem tónlistarmaður og rappari en þess má geta að hann er eldri bróðir Erps Eyvindarsonar. 2. október 2019 21:30
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál