Fá ekki aðgang að dagbókarfærslum lögreglu í stóra amfetamínmálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2019 10:53 Einn sakborninga með klút, sólgleraugu og hettu við þingfestingu í héraðsdómi. vísir/vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að héraðssaksóknari þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir hinna ákærðu, þeir Einar Jökull Einarsson og Alvar Óskarsson, kröfðust þess að fá aðgang að umræddum gögnum auk þess sem þess var krafist að héraðssaksóknari myndi taka til sín rannsókn á meintu peningaþvætti þeirra og eftir atvikum gefa út ákæru eða fella málið niður. Í úrskurði Landsréttar segir að í lögum meðferð sakamála komi fram sú meginregla að verjandi skuli eins fljótt og auðið er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans. Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Hljóð- og myndefni teljist hins vegar ekki til skjala í skilningi ákvæðisins og verði af þeirri ástæðu að hafa kröfunni um að fá afrit af hlustunum, „enda verður að skilja kröfuna svo að hún lúti að afriti af upptökum á hlustunum sem skjalleg gögn liggi ekki fyrir um,“ eins og segir í úrskurði Landsréttar. Varðandi kröfuna um aðgang að dagbókarfærslum lögreglu segir að það verði að líta til þess að það sé almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram til þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni. Ákæruvaldið hafi í þessu máli lýst því yfir að dagbókarfærslurnar hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Þá hafi ákærðu „ekki bent á einhver tiltekin atriði sem þeir telja að finna í umræddum gögnum eða útskýrt hvernig þau geti haft áhrif við úrlausn þessa máls. Samkvæmt framangreindu verður ekkert talið liggja fyrir um að þær dagbókarfærslur sem varnaraðilar krefjast afhendingar á séu sönnunargögn um atvik máls sem ákæruvaldinu er skylt að leggja fram. Verður því jafnframt að hafna kröfum varnaraðila um afhendingu eða aðgang að þeim, líkt og nánar greinir í úrskurðarorði,“ segir í úrskurði Landsréttar sem lesa má hér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að héraðssaksóknari þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir hinna ákærðu, þeir Einar Jökull Einarsson og Alvar Óskarsson, kröfðust þess að fá aðgang að umræddum gögnum auk þess sem þess var krafist að héraðssaksóknari myndi taka til sín rannsókn á meintu peningaþvætti þeirra og eftir atvikum gefa út ákæru eða fella málið niður. Í úrskurði Landsréttar segir að í lögum meðferð sakamála komi fram sú meginregla að verjandi skuli eins fljótt og auðið er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans. Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Hljóð- og myndefni teljist hins vegar ekki til skjala í skilningi ákvæðisins og verði af þeirri ástæðu að hafa kröfunni um að fá afrit af hlustunum, „enda verður að skilja kröfuna svo að hún lúti að afriti af upptökum á hlustunum sem skjalleg gögn liggi ekki fyrir um,“ eins og segir í úrskurði Landsréttar. Varðandi kröfuna um aðgang að dagbókarfærslum lögreglu segir að það verði að líta til þess að það sé almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram til þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni. Ákæruvaldið hafi í þessu máli lýst því yfir að dagbókarfærslurnar hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Þá hafi ákærðu „ekki bent á einhver tiltekin atriði sem þeir telja að finna í umræddum gögnum eða útskýrt hvernig þau geti haft áhrif við úrlausn þessa máls. Samkvæmt framangreindu verður ekkert talið liggja fyrir um að þær dagbókarfærslur sem varnaraðilar krefjast afhendingar á séu sönnunargögn um atvik máls sem ákæruvaldinu er skylt að leggja fram. Verður því jafnframt að hafna kröfum varnaraðila um afhendingu eða aðgang að þeim, líkt og nánar greinir í úrskurðarorði,“ segir í úrskurði Landsréttar sem lesa má hér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30