Frábær árangur í hjartalokuaðgerðum hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 21:15 Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira