Joachim Löw segir að Marc-Andre ter Stegen muni fá að spila í komandi landsleikjaglugga en Manuel Neuer sé ennþá aðalmarkvörður þýska landsliðsins.
Ter Stegen og Neuer hafa átt í smá deilum í fjölmiðlum síðustu vikur. Ter Stegen lýsti yfir vonbrigðum sínum með að fá ekkert að spila í síðasta landsleikjahléi og Neuer gagnrýndi hann fyrir þau ummæli.
Þýskaland mætir Argentínu í vináttulandsleik í næstu viku og spilar svo leik gegn Eistum í undankeppni EM 2020.
Löw tilkynnti hóp sinn fyrir leikina tvo í gær og sagði þar að Neuer væri fyrirliði liðsins og því markmaður númer 1, nema eitthvað stórkostlegt gerðist.
Hann sagði hins vegar að Ter Stegen muni fá að spila leikinn gegn Argentínu, Neuer komi svo aftur inn í liðið gegn Eistum.
Ter Stegen mun spila með Þjóðverjum í landsleikjaglugganum

Tengdar fréttir

Bayern hótar að sniðganga þýska landsliðið ef Neuer verður settur á bekkinn
Deilan um markvarðastöðu þýska landsliðsins verður sífellt barnalegri.

Uli Höness um þýsku markvarðarbaráttuna: „Þetta er brandari“
Mikill hiti hefur verið í Þýskalandi undanfarnar vikur eftir að Marc-Andre ter Stegen steig fram í fjölmiðlum og sagðist vilja spila meira með þýska landsliðinu.

Neuer með skilaboð til Ter Stegen: „Góður markvörður en ekki viss um að þetta hjálpi“
Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og Bayern Munchen, hefur sent örlitla stikkpillu á annan þýskan markvörð Marc-Andre ter Stegen.

Ter Stegen svarar Neuer: „Hann getur ekki talað um mínar tilfinningar“
Þýsku landsliðsmarkverðirnir í fótbolta eru ekki sáttir með hvorn annan og eiga í smá rifrildi í fjölmiðlum.