Elvar Már Friðriksson átti stórleik þegar Borås vann sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
Elvar Már skoraði 22 stig, tók 7 fráköst og átti 6 stoðsendingar í 88-84 sigri Borås á Wetterbygden. Hann var bæði stigahæstur og framlagshæstur í liðinu.
Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og var staðan 43-42 fyrir heimamenn í Borås í hálfleik.
Borås hefur nú unnið einn leik og tapað einum í deildinni.

