Ekki kunnugt um að fleiri sjóðir í Gamma séu í vandræðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 13:30 Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum. gamma Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um. Eignir tveggja fasteignasjóða Gamma:Novus og Gamma:Anglia hjá fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management voru færðar verulega niður í vikunni. Fram hefur komið að ástæður fyrir niðurfærslu á Novus sé m.a. ofmat eigna, hærri kostnaður og aðrar uppgjörsaðferðir en fyrri stjórnendur notuðu. Þá verði rannsakað hvað fór úrskeiðis. Í Gamma:Anglia sem heldur utan um fasteignaverkefni á Bretlandi eru skýringarnar í bréfi til hluthafa sagðar vera hætt var við byggingu fjölbýlishúss í Cornwall. Kostnaður vegna undirbúnings verkefnisins var því afskrifaður. Sjóðurinn leitaði utanaðkomandi lánsfjármögnunar í vor til þess að mæta lausafjárþörf sem stafaði af því að hann hafði skuldbundið sig til þátttöku í verkefnum umfram fjárfestingargetu. Í júlí varð ljóst að verkefni sjóðsins, sem unnin voru í samstarfi við fasteignaþróunarfélagið Continent væru komin í ógöngur vegna framúrkeyrslu kostnaðar verkefna, ofskuldsetningar og fjárþarfar og því líklegt að fjárfesting sjóðsins tapist að mestu eða öllu leyti. Þá sé útlit fyrir að heimtur af fjárfestingu sjóðsins í þróunarfélaginu Lusso Homes verði litlar sem engar. Sala eigna hafi gengið hægt og því hafi félaginu ekki verið fært að innleysa árangursgreiðslur eins og stefnt var að, með tilheyrandi rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári tóku svo tveir fjárfestingarsjóðir hjá Gamma Capital Management þátt í skuldabréfaútboði Wow Air og fjárfestu á þávirði fyrir 270 milljónir króna í útboðinu. Í mars á þessu ári var svo WOW air gjaldþrota. Það gjaldþrot er nú í skiptaferli en ólíklegt er að þessar kröfur fáist greiddar. Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma Capital Management, er ekki kunnugt um að fleiri sjóðir en Gamma:Novus og Gamma:Capital séu í vandræðum hjá fjármálafyrirtækinu en fjörutíu sjóðir eru þar inni. „Frá því að nýtt teymi kom hér inn þá höfum við verið að skoða sjóði og við töldum að þarna væru tveir sjóðir í vandræðum og upplýstum um það án tafar. Mér er ekki kunnugt um sambærileg mál í öðrum sjóðum,“ segir Máni. GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um. Eignir tveggja fasteignasjóða Gamma:Novus og Gamma:Anglia hjá fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management voru færðar verulega niður í vikunni. Fram hefur komið að ástæður fyrir niðurfærslu á Novus sé m.a. ofmat eigna, hærri kostnaður og aðrar uppgjörsaðferðir en fyrri stjórnendur notuðu. Þá verði rannsakað hvað fór úrskeiðis. Í Gamma:Anglia sem heldur utan um fasteignaverkefni á Bretlandi eru skýringarnar í bréfi til hluthafa sagðar vera hætt var við byggingu fjölbýlishúss í Cornwall. Kostnaður vegna undirbúnings verkefnisins var því afskrifaður. Sjóðurinn leitaði utanaðkomandi lánsfjármögnunar í vor til þess að mæta lausafjárþörf sem stafaði af því að hann hafði skuldbundið sig til þátttöku í verkefnum umfram fjárfestingargetu. Í júlí varð ljóst að verkefni sjóðsins, sem unnin voru í samstarfi við fasteignaþróunarfélagið Continent væru komin í ógöngur vegna framúrkeyrslu kostnaðar verkefna, ofskuldsetningar og fjárþarfar og því líklegt að fjárfesting sjóðsins tapist að mestu eða öllu leyti. Þá sé útlit fyrir að heimtur af fjárfestingu sjóðsins í þróunarfélaginu Lusso Homes verði litlar sem engar. Sala eigna hafi gengið hægt og því hafi félaginu ekki verið fært að innleysa árangursgreiðslur eins og stefnt var að, með tilheyrandi rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári tóku svo tveir fjárfestingarsjóðir hjá Gamma Capital Management þátt í skuldabréfaútboði Wow Air og fjárfestu á þávirði fyrir 270 milljónir króna í útboðinu. Í mars á þessu ári var svo WOW air gjaldþrota. Það gjaldþrot er nú í skiptaferli en ólíklegt er að þessar kröfur fáist greiddar. Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma Capital Management, er ekki kunnugt um að fleiri sjóðir en Gamma:Novus og Gamma:Capital séu í vandræðum hjá fjármálafyrirtækinu en fjörutíu sjóðir eru þar inni. „Frá því að nýtt teymi kom hér inn þá höfum við verið að skoða sjóði og við töldum að þarna væru tveir sjóðir í vandræðum og upplýstum um það án tafar. Mér er ekki kunnugt um sambærileg mál í öðrum sjóðum,“ segir Máni.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00
Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00