Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir félagið áskilja sér allan rétt til að gerð verði óháð úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus. Vísir/daníel Forstjóri Sjóvár segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. Tryggingafélagið TM tók þátt í skuldabréfaútboði Gamma:Nova í vor og var staða félagsins þá sögð sterk og eigið fé sagt 4,4 milljarðar. Þá á Sjóvá hlutdeildarskírteini í Gamma Novus. Eins og fram hefur komið var eigið fé síðan fært niður um 99% á mánudag og ástæðurnar sagðar endrumat, kostnaðarauki og aðrar uppgjöraðferðir nýrra stjórnenda. Sama dag sendu tryggingafélögin frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll vegna stöðunnar. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að fulltrúa félagsins hafi átt fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær í þeim tilgangi að afla upplýsinga og gagna. Það sé þó ljóst að Sjóvá áskilji sér allan rétt, t.d. um að fram fari óháð könnun á því hvað fór úrskeiðis í rekstrinum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða verði gripið.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að þetta gæti ýtt af stað iðgjaldahækkunum hjá tryggingafélögunum. Hermann segir að iðgjöld félagsins hækki ekki af þessum ástæðum og í svari frá TM kom fram að málið hefði engin áhrif á iðgjöld hjá þeim.Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn.Gamma:Novus þarf nýtt fjármagn Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir að nú sé öllum árið róið að því að verja verðmæti kröfuhafa í Gamma:Novus. „Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Aðspurður að því hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað kringum rekstur Gamma:Novus segir Máni. „Ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efnum. Ég sá umfjöllun Fréttablaðsins í gær en við munum rannsaka málið og viljum koma til botns í því en spörum stór ár þangað til við komum til botns í málinu. Við tilkynntum málið til Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum dögum og munum halda þeim upplýstum,“ segir Máni. GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forstjóri Sjóvár segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. Tryggingafélagið TM tók þátt í skuldabréfaútboði Gamma:Nova í vor og var staða félagsins þá sögð sterk og eigið fé sagt 4,4 milljarðar. Þá á Sjóvá hlutdeildarskírteini í Gamma Novus. Eins og fram hefur komið var eigið fé síðan fært niður um 99% á mánudag og ástæðurnar sagðar endrumat, kostnaðarauki og aðrar uppgjöraðferðir nýrra stjórnenda. Sama dag sendu tryggingafélögin frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll vegna stöðunnar. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að fulltrúa félagsins hafi átt fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær í þeim tilgangi að afla upplýsinga og gagna. Það sé þó ljóst að Sjóvá áskilji sér allan rétt, t.d. um að fram fari óháð könnun á því hvað fór úrskeiðis í rekstrinum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða verði gripið.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að þetta gæti ýtt af stað iðgjaldahækkunum hjá tryggingafélögunum. Hermann segir að iðgjöld félagsins hækki ekki af þessum ástæðum og í svari frá TM kom fram að málið hefði engin áhrif á iðgjöld hjá þeim.Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn.Gamma:Novus þarf nýtt fjármagn Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir að nú sé öllum árið róið að því að verja verðmæti kröfuhafa í Gamma:Novus. „Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Aðspurður að því hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað kringum rekstur Gamma:Novus segir Máni. „Ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efnum. Ég sá umfjöllun Fréttablaðsins í gær en við munum rannsaka málið og viljum koma til botns í því en spörum stór ár þangað til við komum til botns í málinu. Við tilkynntum málið til Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum dögum og munum halda þeim upplýstum,“ segir Máni.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00