Þurftu að snúa við vegna bilunar og lentu þá í veðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2019 11:23 Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Vísir/getty Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Vélin lenti á ný í Keflavík fyrir skömmu en farþegarnir bíða enn um borð vegna veðurs, sem hefur haft töluverð áhrif á flugferðir til og frá vellinum í morgun. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við í varúðarskyni vegna minniháttar bilunar. Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Farþegarnir voru enn um borð í vélinni nú snemma á tólfta tímanum vegna mikils vinds í Keflavík. Ásdís segir að vonast sé til að þeim verði bráðlega hleypt út en áætlað er að veður lægi nú um hádegisbil. Bára Guðmundsdóttir, einn farþega með umræddu flugi Icelandair, var enn um borð í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir klukkan ellefu. Hún segir að farþegar bíði nú í rólegheitum eftir því að komast í aðra flugvél. Hún kveðst vonast til þess að lenda ekki í frekari hindrunum á leið til Óslóar, þar sem bíða hennar mikilvægir tónleikar í kvöld. „Það hefur verið langþráður draumur að fara á Ariönu Grande-tónleika og þeir eru strax í kvöld, þannig að þetta er svolítið tæpt. Það er mikil sorg hérna hjá litla frænda mínum.“ Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Vélin lenti á ný í Keflavík fyrir skömmu en farþegarnir bíða enn um borð vegna veðurs, sem hefur haft töluverð áhrif á flugferðir til og frá vellinum í morgun. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við í varúðarskyni vegna minniháttar bilunar. Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Farþegarnir voru enn um borð í vélinni nú snemma á tólfta tímanum vegna mikils vinds í Keflavík. Ásdís segir að vonast sé til að þeim verði bráðlega hleypt út en áætlað er að veður lægi nú um hádegisbil. Bára Guðmundsdóttir, einn farþega með umræddu flugi Icelandair, var enn um borð í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir klukkan ellefu. Hún segir að farþegar bíði nú í rólegheitum eftir því að komast í aðra flugvél. Hún kveðst vonast til þess að lenda ekki í frekari hindrunum á leið til Óslóar, þar sem bíða hennar mikilvægir tónleikar í kvöld. „Það hefur verið langþráður draumur að fara á Ariönu Grande-tónleika og þeir eru strax í kvöld, þannig að þetta er svolítið tæpt. Það er mikil sorg hérna hjá litla frænda mínum.“
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21