Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2019 18:30 Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. Það verður ekki annað sagt en að tímasetning skotsins sé einkennileg. Þá sérstaklega í ljósi þess að viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eiga að hefjast á ný á föstudaginn. Frost hefur verið í viðræðunum við Bandaríkin frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un lauk án nokkurs konar samkomulags í febrúar. Norður-Kóreumenn eru hins vegar bjartsýnir fyrir viðræður föstudagsins. Pyongyang Times, málgagn norðurkóreska ríkisins á ensku, birti frétt þess efnis í dag. Haft var eftir Choe Son Hui varautanríkisráðherra að búist sé við því að viðræðurnar muni nú komast á skrið.Reiði í Japan En eldflaugaskotið gæti breytt þessu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og bandamaður Trumps, fordæmdi skotið harðlega. „Við munum halda áfram að vinna með Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu og gera okkar besta til þess að tryggja öryggi landsmanna,“ sagði Japaninn aukinheldur. Yoshide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði frá því að eldflaug Norður-Kóreumanna hafi lent í japanskri landhelgi en þetta er ellefta eldflaugatilraun einræðisríkisins á árinu.Mögulega svar við nýjum þotum Setja má skotið í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna. Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. Það verður ekki annað sagt en að tímasetning skotsins sé einkennileg. Þá sérstaklega í ljósi þess að viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eiga að hefjast á ný á föstudaginn. Frost hefur verið í viðræðunum við Bandaríkin frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un lauk án nokkurs konar samkomulags í febrúar. Norður-Kóreumenn eru hins vegar bjartsýnir fyrir viðræður föstudagsins. Pyongyang Times, málgagn norðurkóreska ríkisins á ensku, birti frétt þess efnis í dag. Haft var eftir Choe Son Hui varautanríkisráðherra að búist sé við því að viðræðurnar muni nú komast á skrið.Reiði í Japan En eldflaugaskotið gæti breytt þessu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og bandamaður Trumps, fordæmdi skotið harðlega. „Við munum halda áfram að vinna með Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu og gera okkar besta til þess að tryggja öryggi landsmanna,“ sagði Japaninn aukinheldur. Yoshide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði frá því að eldflaug Norður-Kóreumanna hafi lent í japanskri landhelgi en þetta er ellefta eldflaugatilraun einræðisríkisins á árinu.Mögulega svar við nýjum þotum Setja má skotið í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna.
Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22