„Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 16:51 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira