Smíða á 102 metra langa brú yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en einnig 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021 en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn.

Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið. Fulltrúi Vegagerðarinnar var þá inntur skýringa á því hversvegna ekkert tilboð barst. Hér má sjá fréttina með myndum af vettvangi sem sýndu aðstæður við Steinavötn: