Að brenna sig á sama soðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun