Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. október 2019 06:00 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15