Skipað að þegja um kjarasamninginn Ari Brynjólfsson og Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. október 2019 06:00 Max Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar. Fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar segir mikla óánægju hafa ríkt með kjarasamninginn sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í vor. Haldnir hafi verið lokaðir fundir þar sem fólk var skikkað til að samþykkja samninginn. Félagssvið Eflingar var stofnað haustið 2018 og Maxim Baru, eða Max eins og hann er iðulega kallaður, var ráðinn sem sviðsstjóri. Hann er frá Kanada og segist hafa verið ráðinn á þeim forsendum að skipuleggja verkfallsaðgerðir félagsins. Var hann í framlínunni í verkfallsaðgerðum Eflingar í vor. „Ég var á góðum launum, vann náið með forystunni til að byrja með og skrifaði meira að segja hvað Sólveig Anna átti að segja um verkföllin. Síðan hvarf hún alveg inn í kjaraviðræðurnar. Á meðan var ég með hóp starfsmanna að vinna hörðum höndum að skipulagi,“ segir Max. „Við vorum hópurinn sem fór á vinnustaði og töluðum pólsku og sýndum félagsmönnum hvernig þeir gátu kosið,“ segir Max. Christina Milcher, sem starfaði á félagssviði Eflingar, og Eliasz Robakjewicz, sem starfaði í verkfallsteyminu, segja bæði að Max hafi verið kallaður á fund nokkrum dögum fyrir undirritun kjarasamninganna, hann hafi ekki fengið að hafa neinn með sér. „Hann var rekinn, okkur var bara tilkynnt um þetta án málalenginga,“ segir Christina. Eliasz tekur undir þetta. „Við vorum búin að vinna langa daga og vorum að skipuleggja verkföll rútubílstjóra,“ segir Eliasz. „Við, þar með talinn Max, fórum aldrei gegn forystu Eflingar. Þau voru mjög ánægð framan af, síðan myndaðist mikil spenna í kringum viðræðurnar.“ Engar ástæður eru gefnar fyrir uppsögninni í bréfi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, til Max dagsettu 29. mars annað en að uppsögnin sé varanleg og taki gildi samdægurs. Max segir ástæðuna vera þá að Sólveig Anna og hennar nánustu samstarfsmenn hafi á einhvern hátt óttast að hann væri að verða of valdamikill. Max Baru var í framlínu verkfallsaðgerða Eflingar í vor. Fréttablaðið/Anton BrinkVar það skilningur þeirra sem unnu með Max að þau myndu starfa áfram eftir að Efling semdi til að taka þátt í að skipuleggja verkföll opinberra starfsmanna. Hópurinn var leystur upp í kjölfar brottvikningar Max. Fram kemur í bréfi Sólveigar Önnu til starfsmanna félagssviðs að það verði fljótlega farið yfir ástæður þess að Max var rekinn. „Það var alvarlegur trúnaðarbrestur milli mín og Max Baru. Eina lausnin var að reka hann frá Eflingu,“ segir í bréfi Sólveigar, dagsettu 31. mars síðastliðinn. Í bréfinu segir einnig að hún voni að starf hópsins muni halda áfram. Christina segir að stjórnarmeðlimir, starfsmenn og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi óskað eftir að funda með Sólveigu Önnu, Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra og Berglindi Rós Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skrifstofu- og mannauðssviðs, varðandi brottreksturinn. Boðaðir hafi verið tveir fundir en Berglind og Viðar hafi aflýst þeim báðum. Í bréfi sem Christina sendi Sólveigu Önnu, Viðari og Berglindi 4. apríl segir hún að það sé skilningur margra að brottrekstur Max megi rekja til valdabaráttu sem gæti komið félaginu illa. Stuttu síðar fundaði hún með Viðari og fór í kjölfarið í leyfi. Max segir forystu Eflingar hafa skikkað stjórnarmenn og trúnaðarmenn til að fá félagsmenn til að samþykkja kjarasamninginn við Samtök atvinnulífsins. Því hafi hann ekki viljað taka þátt í. „Það voru almenn vonbrigði með samninginn. Það sjá það allir sem bera saman kröfugerðina og lokaniðurstöðuna. Það voru lokaðir fundir þar sem fólki var beinlínis skipað að samþykkja samninginn. Hátt sett fólk var að segja við mig að því hefði verið skipað að halda kjafti. Þau vildu ekki hafa mig á vinnustöðunum að tala um innihaldið,“ segir Max. „Það er mjög sorglegt að svona hafi farið, við héldum að eitthvað myndi breytast með nýrri forystu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar segir mikla óánægju hafa ríkt með kjarasamninginn sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í vor. Haldnir hafi verið lokaðir fundir þar sem fólk var skikkað til að samþykkja samninginn. Félagssvið Eflingar var stofnað haustið 2018 og Maxim Baru, eða Max eins og hann er iðulega kallaður, var ráðinn sem sviðsstjóri. Hann er frá Kanada og segist hafa verið ráðinn á þeim forsendum að skipuleggja verkfallsaðgerðir félagsins. Var hann í framlínunni í verkfallsaðgerðum Eflingar í vor. „Ég var á góðum launum, vann náið með forystunni til að byrja með og skrifaði meira að segja hvað Sólveig Anna átti að segja um verkföllin. Síðan hvarf hún alveg inn í kjaraviðræðurnar. Á meðan var ég með hóp starfsmanna að vinna hörðum höndum að skipulagi,“ segir Max. „Við vorum hópurinn sem fór á vinnustaði og töluðum pólsku og sýndum félagsmönnum hvernig þeir gátu kosið,“ segir Max. Christina Milcher, sem starfaði á félagssviði Eflingar, og Eliasz Robakjewicz, sem starfaði í verkfallsteyminu, segja bæði að Max hafi verið kallaður á fund nokkrum dögum fyrir undirritun kjarasamninganna, hann hafi ekki fengið að hafa neinn með sér. „Hann var rekinn, okkur var bara tilkynnt um þetta án málalenginga,“ segir Christina. Eliasz tekur undir þetta. „Við vorum búin að vinna langa daga og vorum að skipuleggja verkföll rútubílstjóra,“ segir Eliasz. „Við, þar með talinn Max, fórum aldrei gegn forystu Eflingar. Þau voru mjög ánægð framan af, síðan myndaðist mikil spenna í kringum viðræðurnar.“ Engar ástæður eru gefnar fyrir uppsögninni í bréfi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, til Max dagsettu 29. mars annað en að uppsögnin sé varanleg og taki gildi samdægurs. Max segir ástæðuna vera þá að Sólveig Anna og hennar nánustu samstarfsmenn hafi á einhvern hátt óttast að hann væri að verða of valdamikill. Max Baru var í framlínu verkfallsaðgerða Eflingar í vor. Fréttablaðið/Anton BrinkVar það skilningur þeirra sem unnu með Max að þau myndu starfa áfram eftir að Efling semdi til að taka þátt í að skipuleggja verkföll opinberra starfsmanna. Hópurinn var leystur upp í kjölfar brottvikningar Max. Fram kemur í bréfi Sólveigar Önnu til starfsmanna félagssviðs að það verði fljótlega farið yfir ástæður þess að Max var rekinn. „Það var alvarlegur trúnaðarbrestur milli mín og Max Baru. Eina lausnin var að reka hann frá Eflingu,“ segir í bréfi Sólveigar, dagsettu 31. mars síðastliðinn. Í bréfinu segir einnig að hún voni að starf hópsins muni halda áfram. Christina segir að stjórnarmeðlimir, starfsmenn og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi óskað eftir að funda með Sólveigu Önnu, Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra og Berglindi Rós Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skrifstofu- og mannauðssviðs, varðandi brottreksturinn. Boðaðir hafi verið tveir fundir en Berglind og Viðar hafi aflýst þeim báðum. Í bréfi sem Christina sendi Sólveigu Önnu, Viðari og Berglindi 4. apríl segir hún að það sé skilningur margra að brottrekstur Max megi rekja til valdabaráttu sem gæti komið félaginu illa. Stuttu síðar fundaði hún með Viðari og fór í kjölfarið í leyfi. Max segir forystu Eflingar hafa skikkað stjórnarmenn og trúnaðarmenn til að fá félagsmenn til að samþykkja kjarasamninginn við Samtök atvinnulífsins. Því hafi hann ekki viljað taka þátt í. „Það voru almenn vonbrigði með samninginn. Það sjá það allir sem bera saman kröfugerðina og lokaniðurstöðuna. Það voru lokaðir fundir þar sem fólki var beinlínis skipað að samþykkja samninginn. Hátt sett fólk var að segja við mig að því hefði verið skipað að halda kjafti. Þau vildu ekki hafa mig á vinnustöðunum að tala um innihaldið,“ segir Max. „Það er mjög sorglegt að svona hafi farið, við héldum að eitthvað myndi breytast með nýrri forystu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51
Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00