Brottför MAX frestast vegna viðbótarkröfu frá Frökkum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2019 12:12 Fjórar Boeing 737 MAX-þotur Icelandair hafa staðið við eitt af gömlu flugskýlum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm. Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þetta yrði í fyrsta sinn í hálft ár sem MAX-þotum Icelandair yrði flogið en sex slíkar vélar hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli frá 12. mars, eftir að tvö mannskæð flugslys leiddu til kyrrsetningar þessarar flugvélartegundar um allan heim. Icelandair ákvað fyrir nokkru að forða flugvélunum frá íslenskri vetrarveðráttu á Suðurnesjum og koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Félagið valdi Toulouse í Suður-Frakklandi, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing.Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til stóð að hefja ferjuflugið í dag og töldu Icelandair-menn sig í gær vera komna með grænt ljós á flugið þegar Frakkar settu fram þá kröfu að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði, að sögn Hauks. Er félagið núna að setja saman nýja flugáætlun til að mæta þessu skilyrði. Þegar sú áætlun fæst samþykkt verður reynt að hefja ferjuflugið sem fyrst. En fleira truflar og tefur. Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, segir heræfingar sem nú standa yfir vestur af Írlandi geta hamlað flugi og einnig óhagstæð veðurspá síðar í vikunni, enda þýði eitt af skilyrðunum fyrir fluginu að fljúga þarf vélunum í lægri flughæð en þotum er almennt flogið í. Þórarinn vonast þó til að ferjuflug MAX-vélanna geti hafist á fimmtudag eða á föstudag. Þórarinn Hjálmarsson er meðal þeirra fjögurra flugstjóra sem verið hafa þjálfun í flughermi Icelandair fyrir MAX-flugið.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Það hefur kallað á mikla og flókna vinnu hjá Icelandair að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgja ströng skilyrði. Gerð er krafa um að vængborð verði höfð á, sem takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund. Vegna þess lengist flugtími um tvær stundir. Þá mega tveir flugmenn vera um borð og engir aðrir. Fjórir flugstjórar Icelandair hafa verið í sérstakri þjálfun fyrir flugið, auk Þórarins; þeir Franz Ploder, Kári Kárason og Guðjón Guðmundsson, og er gert ráð fyrir að þeir skiptist á um ferja þoturnar. Eftir að flugið hefst er búist við að það taki um vikutíma að koma þeim öllum á nýja geymslustaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um helgina frá þjálfun flugstjóranna: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þetta yrði í fyrsta sinn í hálft ár sem MAX-þotum Icelandair yrði flogið en sex slíkar vélar hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli frá 12. mars, eftir að tvö mannskæð flugslys leiddu til kyrrsetningar þessarar flugvélartegundar um allan heim. Icelandair ákvað fyrir nokkru að forða flugvélunum frá íslenskri vetrarveðráttu á Suðurnesjum og koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Félagið valdi Toulouse í Suður-Frakklandi, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing.Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til stóð að hefja ferjuflugið í dag og töldu Icelandair-menn sig í gær vera komna með grænt ljós á flugið þegar Frakkar settu fram þá kröfu að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði, að sögn Hauks. Er félagið núna að setja saman nýja flugáætlun til að mæta þessu skilyrði. Þegar sú áætlun fæst samþykkt verður reynt að hefja ferjuflugið sem fyrst. En fleira truflar og tefur. Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, segir heræfingar sem nú standa yfir vestur af Írlandi geta hamlað flugi og einnig óhagstæð veðurspá síðar í vikunni, enda þýði eitt af skilyrðunum fyrir fluginu að fljúga þarf vélunum í lægri flughæð en þotum er almennt flogið í. Þórarinn vonast þó til að ferjuflug MAX-vélanna geti hafist á fimmtudag eða á föstudag. Þórarinn Hjálmarsson er meðal þeirra fjögurra flugstjóra sem verið hafa þjálfun í flughermi Icelandair fyrir MAX-flugið.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Það hefur kallað á mikla og flókna vinnu hjá Icelandair að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgja ströng skilyrði. Gerð er krafa um að vængborð verði höfð á, sem takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund. Vegna þess lengist flugtími um tvær stundir. Þá mega tveir flugmenn vera um borð og engir aðrir. Fjórir flugstjórar Icelandair hafa verið í sérstakri þjálfun fyrir flugið, auk Þórarins; þeir Franz Ploder, Kári Kárason og Guðjón Guðmundsson, og er gert ráð fyrir að þeir skiptist á um ferja þoturnar. Eftir að flugið hefst er búist við að það taki um vikutíma að koma þeim öllum á nýja geymslustaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um helgina frá þjálfun flugstjóranna:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00