Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2019 13:23 Haukur Arnþórsson, prófessor í stjórnsýslufræðum, gefur í dag út bókina Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“ Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira