„Ég gleymi ekki niðurlægingunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 15:10 Á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt var blásið til morgunverðarfundar um matarsóun og fátækt. Vísir/skjáskot „Ég bjó sjálf við fátækt áður og það er svo mikilvægt að það komi fram að á þeim tíma sem ég bjó við fátækt þá hefði ég aldrei getað gert það sem ég er að gera í dag. Ég hefði aldrei getað staðið frammi fyrir fjölda manns og talað um stöðuna af því það er svo niðurlægjandi.“ Þetta segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri hjá Pepp Íslandi – samtökum fólks í fátækt en hún þekkir svartnætti fátæktarinnar af eigin raun. Í gegnum störf sín í þágu fátæks fólks hefur Ásta Dís ávallt haft mannlega reisn í forgrunni. „Í dag bý ég ekki við þessa fátækt en ég gleymi ekki niðurlægingunni og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að taka þennan slag; að benda á það að fólk kemur sér ekki í þessar aðstæður sjálft og það er undir samfélaginu komið að breyta þessu,“ segir Ásta Dís. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt en af því tilefni var blásið til morgunverðarfundar um fátækt og matarsóun undir yfirskriftinni „Best fyrir?“. Ásta Dís segir að nýting afgangsmatar sé sóknarfæri í valdeflingu þeirra sem búa við fátækt. „Það eru nokkrir snertifletir. Að sporna við matarsóun nýtist fólki í fátækt að fá ódýran eða frían mat og þá er spurningin sú, hvernig getum við get það með reisn þannig að það sé ekki ölmusa. Þá erum við líka að hugsa um umhverfisvitundina, að það sé ekki verið að henda mat sem hægt er að nýta. Það eru margir snertifletir á þessu og meira að segja margir skemmtilegir líka.“Hugmyndir um matarbíl sem færi á milli hverfa Á morgunverðarfundinum um matarsóun og fátækt komu fram ýmsar hugmyndir. „Hægt væri að hafa bíl sem færi á ákveðnum dögum í ákveðin hverfi og væri þá með eldaðan mat sem væri gerður úr afgöngum á veitingastöðum og þess háttar. Talað var um að hægt væri að vera með súpu og „búst“ úr afgangsgrænmeti og ýmislegt þess háttar.“ Matarsóunarverkefnið fyrir alla þjóðfélagshópa Ásta Dís segir að oft sé um að ræða fyrsta flokks mat. „Það er allur gangur á því. Stundum eru fyrirtæki að gefa mat af því að hann er kannski rangt merktur eða af því að umbúðir eru orðnar sjúskaðar. Þetta er allt frá því að vera úrvals matur yfir í að vera matur sem á kannski stutt eftir en er í lagi með samt.“ Verkefnið yrði fyrir alla þjóðfélagshópa. „Við þurfum að gera þetta á einhvern hátt með reisn þannig að þetta nýtist öllum. Og þá erum við að tala um öllum samfélagshópum þannig að það verði alveg jafn „hipp og kúl“ að gera þetta af umhverfisvitund og að gera þetta af neyð; borða mat sem við erum í raun að bjarga frá skemmdum.“ Alls konar ástæður fyrir því að fólk endar í fátækt Ásta Dís segir að ekki séu allir sem geri sér grein fyrir því hversu veigamikill þáttur í baráttunni gegn fátækt mannleg reisn er. „Ég rek mig á það aftur og aftur. Við höfum verið svo lengi á íslandi með þá meiningu að það á bara hver að bjarga sér sjálfur og standa undir sínu og við viljum svo gjarnan gera það. Við viljum standa á eigin fótum en það er bara því miður þannig að fólk – stundum út af heilsunni og alls konar ástæðum - sem fólk endar í fátækt. Það er svo erfitt að búa í samfélagi sem viðurkennir ekki stöðu manns. Sem horfir fram hjá því að fólk í þessari stöðu hefur ekki sömu tækifæri og aðrir. Það er svo mikill ójöfnuður. Þú hefur ekki sömu tækifæri í lífinu til að bjarga þér út úr þessum aðstæðum og sérstaklega ekki án aðstoðar. Þess vegna skiptir svo miklu máli að finna hljómgrunn einhvers staðar, að nota jafningjafræðslu og taka þátt í einhverju sem er valdeflandi og byggir upp í staðinn fyrir að rífa niður.“ Þörf sé á samstöðu almennings til að knýja fram breytingar til batnaðar. „Þetta var mjög flottur og málefnalegur fundur og ég hlakka til að takast á við framhaldin. Pepp - samtök fólks í fátækt fá væntanlega húsnæði með nýju ári og þá komum við sterkari inn í að geta miðlað vörum frá fyrirtækjum sem þeir ekki geta nýtt til skjólstæðinga sem þurfa á þeim að halda. Það komu ýmsar hugmyndir fram um hvernig hægt er að gera það og það er eitthvað sem við munum vinna áfram með þannig að ég er bara jákvæð á framhaldið og hlakka til að taka þátt í að vinna þetta á þann hátt að þetta sé aldrei ölmusa, við séum aldrei að tala niður til fólks og við byggjum á jákvæðni og kurteisi,“ segir Ásta Dís. Félagsmál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
„Ég bjó sjálf við fátækt áður og það er svo mikilvægt að það komi fram að á þeim tíma sem ég bjó við fátækt þá hefði ég aldrei getað gert það sem ég er að gera í dag. Ég hefði aldrei getað staðið frammi fyrir fjölda manns og talað um stöðuna af því það er svo niðurlægjandi.“ Þetta segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri hjá Pepp Íslandi – samtökum fólks í fátækt en hún þekkir svartnætti fátæktarinnar af eigin raun. Í gegnum störf sín í þágu fátæks fólks hefur Ásta Dís ávallt haft mannlega reisn í forgrunni. „Í dag bý ég ekki við þessa fátækt en ég gleymi ekki niðurlægingunni og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að taka þennan slag; að benda á það að fólk kemur sér ekki í þessar aðstæður sjálft og það er undir samfélaginu komið að breyta þessu,“ segir Ásta Dís. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt en af því tilefni var blásið til morgunverðarfundar um fátækt og matarsóun undir yfirskriftinni „Best fyrir?“. Ásta Dís segir að nýting afgangsmatar sé sóknarfæri í valdeflingu þeirra sem búa við fátækt. „Það eru nokkrir snertifletir. Að sporna við matarsóun nýtist fólki í fátækt að fá ódýran eða frían mat og þá er spurningin sú, hvernig getum við get það með reisn þannig að það sé ekki ölmusa. Þá erum við líka að hugsa um umhverfisvitundina, að það sé ekki verið að henda mat sem hægt er að nýta. Það eru margir snertifletir á þessu og meira að segja margir skemmtilegir líka.“Hugmyndir um matarbíl sem færi á milli hverfa Á morgunverðarfundinum um matarsóun og fátækt komu fram ýmsar hugmyndir. „Hægt væri að hafa bíl sem færi á ákveðnum dögum í ákveðin hverfi og væri þá með eldaðan mat sem væri gerður úr afgöngum á veitingastöðum og þess háttar. Talað var um að hægt væri að vera með súpu og „búst“ úr afgangsgrænmeti og ýmislegt þess háttar.“ Matarsóunarverkefnið fyrir alla þjóðfélagshópa Ásta Dís segir að oft sé um að ræða fyrsta flokks mat. „Það er allur gangur á því. Stundum eru fyrirtæki að gefa mat af því að hann er kannski rangt merktur eða af því að umbúðir eru orðnar sjúskaðar. Þetta er allt frá því að vera úrvals matur yfir í að vera matur sem á kannski stutt eftir en er í lagi með samt.“ Verkefnið yrði fyrir alla þjóðfélagshópa. „Við þurfum að gera þetta á einhvern hátt með reisn þannig að þetta nýtist öllum. Og þá erum við að tala um öllum samfélagshópum þannig að það verði alveg jafn „hipp og kúl“ að gera þetta af umhverfisvitund og að gera þetta af neyð; borða mat sem við erum í raun að bjarga frá skemmdum.“ Alls konar ástæður fyrir því að fólk endar í fátækt Ásta Dís segir að ekki séu allir sem geri sér grein fyrir því hversu veigamikill þáttur í baráttunni gegn fátækt mannleg reisn er. „Ég rek mig á það aftur og aftur. Við höfum verið svo lengi á íslandi með þá meiningu að það á bara hver að bjarga sér sjálfur og standa undir sínu og við viljum svo gjarnan gera það. Við viljum standa á eigin fótum en það er bara því miður þannig að fólk – stundum út af heilsunni og alls konar ástæðum - sem fólk endar í fátækt. Það er svo erfitt að búa í samfélagi sem viðurkennir ekki stöðu manns. Sem horfir fram hjá því að fólk í þessari stöðu hefur ekki sömu tækifæri og aðrir. Það er svo mikill ójöfnuður. Þú hefur ekki sömu tækifæri í lífinu til að bjarga þér út úr þessum aðstæðum og sérstaklega ekki án aðstoðar. Þess vegna skiptir svo miklu máli að finna hljómgrunn einhvers staðar, að nota jafningjafræðslu og taka þátt í einhverju sem er valdeflandi og byggir upp í staðinn fyrir að rífa niður.“ Þörf sé á samstöðu almennings til að knýja fram breytingar til batnaðar. „Þetta var mjög flottur og málefnalegur fundur og ég hlakka til að takast á við framhaldin. Pepp - samtök fólks í fátækt fá væntanlega húsnæði með nýju ári og þá komum við sterkari inn í að geta miðlað vörum frá fyrirtækjum sem þeir ekki geta nýtt til skjólstæðinga sem þurfa á þeim að halda. Það komu ýmsar hugmyndir fram um hvernig hægt er að gera það og það er eitthvað sem við munum vinna áfram með þannig að ég er bara jákvæð á framhaldið og hlakka til að taka þátt í að vinna þetta á þann hátt að þetta sé aldrei ölmusa, við séum aldrei að tala niður til fólks og við byggjum á jákvæðni og kurteisi,“ segir Ásta Dís.
Félagsmál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira