Ísland gæti lent á gráum lista þrátt fyrir samþykkt frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 13:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum. vísir/vilhelm Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent