Rödd samviskunnar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 17. október 2019 13:45 xxx Bubbi Morthens (f. 1956) er listamaður með sterka rödd í margvíslegum skilningi. Maður með erindi. Rödd hans er krefjandi, áleitin, ástríðufull, hrjúf en hlý. Samviskurödd. Áratugum saman höfum við hlýtt á lögin hans, sungið textana og fundið í þeim hjartsláttinn í takt við okkar eigin, hvort sem er í gleði eða angri. Fyrir fjórum árum bætti hann enn um betur þegar hann, mörgum að óvörum, kom fram sem fullskapað ljóðskáld með fyrstu ljóðabók sína Hreistur. Ári síðar bætti hann við bókinni Öskraðu gat á myrkrið og í fyrra kom út ljóðabókin Rof. Allt áleitnar, myndrænar og vel gerðar ljóðabækur sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. Að þessu sinni kveður Bubbi sér hljóðs með ljóðabókinni Velkomin, sem segja má að sé óður til flóttamannsins og ákall um mennsku. Bubbi hefur sýnt í sínum fyrri verkum að hann getur tekist á við erfið og sár umfjöllunarefni af hreinskilni og einurð. Hann hlífir hvorki sjálfum sér né lesandanum heldur opnar hann sárin þannig að loftað geti um þau og tjáir sig með sama hætti og hann syngur, af þrótti og knýjandi þörf. Nú er það vandi landflótta fólks og viðbrögð heimsins við harmi þess sem knýr hann til þess að yrkja. Bókin Velkomin heitir eftir samnefndu lagi sem Bubbi gaf út fyrr á árinu og fjallar um sama efni. Um lagið sagði hann á sínum tíma að það ætti við um „alla flóttamenn heimsins, öll börn heimsins og alla þá sem eiga ekki heimili og eru á vergangi“. Af bókinni er augljóst að Bubbi á sem sagt samviskuerindi við lesendur.í dimmri sprungu er vatnið tærtog kyrrtá botninum liggur samviskaþjóðarsem neitar að vakna Um leið og þessi ljóðabók er ákall um kærleika og umhyggju fyrir hverjum þeim sem þarfnast skjóls, er hún ádeila á deyfð og skeytingarleysi um örlög þeirra tugþúsunda sem leitað hafa ásjár undan stríðsátökum og eymd. Þetta er einna skýrast í fyrsta ljóði bókarinnar þar sem segir:óhreinu börnin hennar evu koma til þíní leit að vatnií leit að skjólií leit að kærleikaí leit að samúðí leit að landií leit að guðií leit að faðmlagi og mjúkum beðí leit að réttri skóstærð fyrir sálinaþúsundir í tjöldum fyrir utanborgargirðingarsamviskan dregur mörkinvið leifsstöð Bubbi hefur sýnt og sannað í sínum fyrri bókum að ljóðmálið er honum nærtæk tjáningarleið. Hér er brugðið upp skýrum og táknrænum myndum. Við og við grípur hann í tilvísanir til bókmenntahefðar okkar og kallast þá á við þjóðskáldin til þess að skerpa á ádeilunni og stinga á þjóðernislegri sjálfsupphafningu:fordómafullir jöklanna tindarhiminninn þungur og grárhafið var úfið og kalt Það er þakkarvert að finna svo knýjandi ákall hjá skáldi, að heyra vekjandi rödd sem talar beint inn í sálartetrið og leyfir lesandanum ekki að líta undan. Skáldskapur með erindi má vera hrjúfur, jafnvel hnökróttur, svo framarlega sem hann er sannur og yfirlætislaus. Það er þessi bók. Niðurstaða: Áleitin ljóðabók sem talar beint inn í samtímann. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bubbi Morthens (f. 1956) er listamaður með sterka rödd í margvíslegum skilningi. Maður með erindi. Rödd hans er krefjandi, áleitin, ástríðufull, hrjúf en hlý. Samviskurödd. Áratugum saman höfum við hlýtt á lögin hans, sungið textana og fundið í þeim hjartsláttinn í takt við okkar eigin, hvort sem er í gleði eða angri. Fyrir fjórum árum bætti hann enn um betur þegar hann, mörgum að óvörum, kom fram sem fullskapað ljóðskáld með fyrstu ljóðabók sína Hreistur. Ári síðar bætti hann við bókinni Öskraðu gat á myrkrið og í fyrra kom út ljóðabókin Rof. Allt áleitnar, myndrænar og vel gerðar ljóðabækur sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. Að þessu sinni kveður Bubbi sér hljóðs með ljóðabókinni Velkomin, sem segja má að sé óður til flóttamannsins og ákall um mennsku. Bubbi hefur sýnt í sínum fyrri verkum að hann getur tekist á við erfið og sár umfjöllunarefni af hreinskilni og einurð. Hann hlífir hvorki sjálfum sér né lesandanum heldur opnar hann sárin þannig að loftað geti um þau og tjáir sig með sama hætti og hann syngur, af þrótti og knýjandi þörf. Nú er það vandi landflótta fólks og viðbrögð heimsins við harmi þess sem knýr hann til þess að yrkja. Bókin Velkomin heitir eftir samnefndu lagi sem Bubbi gaf út fyrr á árinu og fjallar um sama efni. Um lagið sagði hann á sínum tíma að það ætti við um „alla flóttamenn heimsins, öll börn heimsins og alla þá sem eiga ekki heimili og eru á vergangi“. Af bókinni er augljóst að Bubbi á sem sagt samviskuerindi við lesendur.í dimmri sprungu er vatnið tærtog kyrrtá botninum liggur samviskaþjóðarsem neitar að vakna Um leið og þessi ljóðabók er ákall um kærleika og umhyggju fyrir hverjum þeim sem þarfnast skjóls, er hún ádeila á deyfð og skeytingarleysi um örlög þeirra tugþúsunda sem leitað hafa ásjár undan stríðsátökum og eymd. Þetta er einna skýrast í fyrsta ljóði bókarinnar þar sem segir:óhreinu börnin hennar evu koma til þíní leit að vatnií leit að skjólií leit að kærleikaí leit að samúðí leit að landií leit að guðií leit að faðmlagi og mjúkum beðí leit að réttri skóstærð fyrir sálinaþúsundir í tjöldum fyrir utanborgargirðingarsamviskan dregur mörkinvið leifsstöð Bubbi hefur sýnt og sannað í sínum fyrri bókum að ljóðmálið er honum nærtæk tjáningarleið. Hér er brugðið upp skýrum og táknrænum myndum. Við og við grípur hann í tilvísanir til bókmenntahefðar okkar og kallast þá á við þjóðskáldin til þess að skerpa á ádeilunni og stinga á þjóðernislegri sjálfsupphafningu:fordómafullir jöklanna tindarhiminninn þungur og grárhafið var úfið og kalt Það er þakkarvert að finna svo knýjandi ákall hjá skáldi, að heyra vekjandi rödd sem talar beint inn í sálartetrið og leyfir lesandanum ekki að líta undan. Skáldskapur með erindi má vera hrjúfur, jafnvel hnökróttur, svo framarlega sem hann er sannur og yfirlætislaus. Það er þessi bók. Niðurstaða: Áleitin ljóðabók sem talar beint inn í samtímann.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira